Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1909, Blaðsíða 68
€4
Félaga skrá og stofnana.
BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur heldur reglulega fundi 1. og 3. hvern
fimtudag í hverjum mánuði kl. 5 síðdegis / Good Templarahúsinu. Hana
skipa 16 menn, borgarsjóri (form.) og 15 fulltrúar, kjörnir til 6 ára. Þeir
eru nú til ársloka 1913: frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, frú Guðrún Björnsdóttir,
Halldór Jónsson bankagjaldkeri, frú Katrín Magnússon, Klemens Jónsson
landritari, Knud Zimsen verkfræðingur, Kristján Jónsson háyfirdómari,
Kristján Þorgrímsson konsúll, Magnús Blöndahl framkvæmdarstjóri, Sighvatur
Bjarnason bankastjóri, Sveinn Jónsson trósmiður, Þórður J. Thoroddsen
bankagjaldkeri og frú Þórunn Jónassen.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR »hefir á hendi framkvæmd byggingarmála
samkvæmt ákvæðum byggingarnefndar. Skylt er honum að sækja bygg-
ingarnefndarfundi, þótt hann só eigi í nefndinni«. Bæjarverkfræðingur er
nú adjunkt Sigurður Thoroddsen, Fríkirkjuv. 3, heima kl. 3—4 alla virka
■daga.
DÓMKIRKJAN í Reykjavík, Kirkjustr. 16, af steini, tekur um 800
manna. Messað þar eða prédikað að jafnaði tvisvar hvern helgan dag.
Dómkirkjuprestur síra Jóhann Þorkelsson, f. próf., Suðurgötu 10. Aðstoðar-
prestur Bjarni Hjaltested, Suðurgötu 7. Organisti Brynjólfur Þorláksson,
Hverfisg. 4B. Gjaldkeri Þorkell Þorláksson, Aðalstr. 18 (heima kl. 9—10 og
5—6). Hringjari Bjarni Matthíasson, Melshúsum. Umsjónarm. Kr. Þor-
grímsson konsúll. Kirkjan virt þús.
DRÁTTARBRAUTARÉLAG (Slipfólag) stofnað 1902, með þeim tilgangi,
að draga skip á land og gera við þau. Það hefir verkstæði við Mýrargötu.
Formaður Tr. Gunnarsson, fóhirðir Ásgeir Sigurðsson, ritari Jes Zimsen.
EKKNASJÓÐUR Reykjavikur, stofnaður 15. febr. 1890, með þeim til-
gangi, »að styrkja ekkjur og eftirlátin hjónabandsbörn sjóðsstyrkjenda, það
•er: þeirra manna í Reykjavík, sem greitt hafa að minsta kosti 3 ár fast
árstillag til sjóðsins«. Tala fólagsmanna um síðustu áramót 333; árstillag
2 kr.; sjóður þá um 15000 kr.; styrkur veittur Fyrra ár samtals 624 kr.
Formaður er dómkirkjupresturinn, fóhirðir Gunnar Gunnarsson kaupmaður,
ritari Sighvatur Bjarnason.
FASTEIGNANEFND »hefir á hendi umsjón með fasteignum bæjarins,
'Svo sem húsum og jörðum, veiðiafnotum, slægjum, mótaki, grjótnámi o.s.frv.