Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Blaðsíða 140
248
Eélaga skrá og stofnar.a.
Landsskjalasafn, stofnað 3. apríl 1882, frá f. á. byrjun í Lands-
bókasafnshúsinu við Hverfisg. og fyrir því landsskjalavörður dr. Jón
Þorkelsson (1. 1800 kr.), opið til afnota fyrir almenning kl 12—2
virka daga. Aðstoðarskjalav. er Hannes Þorsteinsson. Þar á að geyma
skjöl og skjalasöfn allra embættismanna landsins, þau sem eru 20 ára
eða eldri. Safnið hefir að geyma um 20,000 bindi — og auk þess
mikið af fornbréfum, um 540 bréf á skinni.
Landsdómur. Hann er stofnaður með lögum nr. 11, 20. oktbr.
1905 og dæmir mál þau, er alþingi lætur höfða gegn ráðherra út af
embættisrekstri hans, eða á móti landritara út af embættisrekstri hans,
er hann gegnir ráðherrastörfum á eigin ábyrgð. í landsdómi sitja
dómararnir í landsyfirrétti 3, séu þeir ekki alþingismenn, og svo margir
af elztu lögfræðingum Iandsins í öðrum embættum, sem eiga ekki
setu á alþingi. og eru ekki i Stjórnarráðinu, svo að jafnan séu 6 lög-
fræðingar í dóminum. Enn eiga sæti i dóminum 24 þar til kjörnir
menn, og skipa þeir dóminn, meðan þeir fullnægja kjörgengisskilyrð-
um. Auk þess eru 24 varamenn, sem kosnir eru 6. hvert ár, ogkoma
þeir eftir hlutkesti í stað reglulegra dómenda, sem dánir kunna að
vera, hafa mist kjörgengi eða forfallast á annan hátt hafa, t a. m.
verið ruddir úr dómi. Við byrjun máls skipa því 30 menn dóminn;
af þeim ryður ákærður 2 af hinum lögskipuðu dómendutn og 9 af
hinum kjörnu, en sóknari einum af hinum fyrnefndu dómendum, en
3 af hinum. Hinir sent eftir eru, 3 löglærðir menn og 12 kjörnir
dómendur, eru þvi landsdómur, og er dómur eigi lögmætur nema
tveir af hinum lögskipuðu og 10 af hinum kjörnu dómurum, hinir
sömu, hlýði á alla sókn og vörn í málinu og taki þátt i að dæma
dóminn. Refsingardómur, dómur um skaðabætur eða málskostnað á
hendur kærða verður eigi uppkveðinn, nema 4/5 þessara dómenda séu
á eitt sáttir. — Málfærsla fyrir landsdómi er munnleg. Dómendur
hafa sömu fæðispeninga sem alþingismenu og fá endurgjald fyrir ferða-
kostnað eftir reikningi, sem dómurinn sjálfur úrskurðar.
Kjörnir a ð a 1 m e n n í landsdóm eru þessir:
1. Agúst Helgason bóndi i Birtingaholti, Arnessýslu.
2. Árni Kristjánsson hreppstjóri á Lóni í N.-Þingeyjarsýslu.
3. Benoný [ónasson oddviti í Laxárdal, Strandasýslu.