Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Blaðsíða 142
250
Kólaga skrá og stofnana.
og lík sifjabönd, og þar að lútandi leyfisbréf. Hún annast einnig
útgáfu Stjórnartiðindanna, . fyrirskipar og býr undir kosningar til al-
þingis. Loks annast hún öll mál, er snerta andiegu stéttina, kirkjur
og skóla, þar með talda háskólann, hinn almenna mentaskóla í Reykja-
vik, gagnfræðaskólann á Akureyri og stýrimannaskólann i Reykjavík,
kennaraskólann, landsbókasafnið, landsskjalasafnið og þjóðmenjasafnið
í Reykjavík.
Onnur skrifstofa (J. H.) annast öll sveitarstjórnarmálefni, þar á
meðal eftirlit með sýslunefndargjörðum, sýslureikningum og kaupstaða-
reikningum, mál er snerta verzlun, iðnað og handiðn, vörumerki, iðn-
aðarnám, farmensku og banka. Veitir einkaieyfi, hefir yfirumsjón með
póstmálum og símamálum landsins, vegamálum og öllum samgöngu-
málum. Landbúnaðarmálefni, búnaðarskóiar, dýralækningar, fiskiveiðar
og umsjón þjóðjarða.
Þriðja skrifstofa (I. E.) hefir með höndum öll fjármál landsins,
skattamál, tollmál og e/tirlaun, ákveður veð embættismanna og geymir
skilríki þar að lútandi, annast samningu landshagsskýrslna og endur-
skoðar alla reikninga, er snerta landssjóðinn, hefir yfirumsjón með mæl-
ingu og skrásetning skipa.
Vinnutimi kl. io—/j óslitinn,
Viðtalstími við ráðherra og landritara kl. 12—2.
Auk þess hefir stjórnarráðið afgreiðslustofu í Kaupmannahöfn; er
skrifstofa sú kostuð af ríkisfé og hefir á hendi afgreiðslu þeirra mála,
sem landsstjórnin felur henni á hendur, svo sem innheimtu ávisana og
innborgun þeirra i aðalféhirzluna, útvegun á tilboðum á efni til ýmissa
mannvirkja og fyrirtækja, sem landsjóður hefir með höndum, svo sem
brúar og girðingarefnis. Hún lætur þeim upplýsingar í té um Island,
sem þess æskja, og greiðir fyrir málaleitunum til landsstjórnarinnar,
sem sendar eru gegn um hana. Húti er ráðherranum til aðstoðar,
meðan hann dvelur i Kaupmannahöfn i þarfir landsins. Hún annast
enn sem komið er útgáfu A-deildar Stjórnartiðindanna og annast prent-
un frumvarpa til laga, sem lögð eru fyrir konung. Skrifstofustjóri er
Jón Krabbe cand. jur., en fulltrúi Jónas Einarsson cand. polit.
Landsverklrœðingar eru Jón Þorláksson (1. ^ooo), Thorvald Krabbe
(1. 3000) og Geir G. Zoéga (l. 2500).