Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Blaðsíða 131
Félaga skrá og stofnana
239
er á haustþingi telur til tiundar eigi minna en % lausafjárhundrað, þó
má þóknunin aldrei vera undir 24 krónum, sbr. lög 13. desbr. 1895.
Hrinqurinn, kvenfélag, upphaflega skemtifélag, en var fyrir nokk-
urum árum snúið upp í liknarfélag, sem hjálpar berklaveikum fá-
tæklingum í Reykjavík. Hefir veitt 19 sjúklingum alls samtals rúml.
2600 kr. Aflar sér fjár með skemtunum. Það á nú í fastasjóði nál.
4250 kr. Stjórn: forstöðukona frú Kristín Jakobsson; féhirðir frú
Soffía Claessen; ritari frú Asta Einarsson; frk. Sigríður Helgadóttir og
frk. Sigríður Björnsdóttir.
Húsaskattur í Reykjavík i landssjóð er 75 au. af hverjum fullum
500 kr. af brunabótarvirðingarverði, að frádregnum þinglýstum veð-
skuldum. Hann nam 1909 626 kr.
Hússtjórnarskólinn, haldinn í Iðnaðarmannahúsinu, stofnaður 1897
með því markmiði, »að leitast við að innræta þjóðinni þann hugsun-
arhátt, a ð þykja það litilmannlegt, að eyða meira en hægt er að afla,
a ð meta hreinlæti og reglusemi fremst af öllum þeim þægindum, er
menn geta veitt sér, a ð reyna ný áhöld, er iétt gætu vinnuna, og
veita þeim meðmæli, ef þau eru að gagnic. Námsgreinar eru: mat-
reiðsla, þvottur, reikningshald, hússtjórn; ennfremur hjúkrunarstörf i
heimahúsum. Námstími 3 mánuðir. Tala námsmeyja að jafnaði 12
á vetrum, 6 á sunirum. Forstöðukona og eigandi jgfr. Hólmfríður
Gísladóttir; fastakennari jgfr. Ingunn Bergmann; 2 tímakenslukonur.
Hvitabandið eða Bindindisfélag íslenzkra kvenna, stofnað 17. april
1895, meö því markmiði, »að útrýma nautn áfengra drykkja*. Félag-
ar 150, þar á meðal 10 karlmenn, flest prestar; árstillag 1 kr. (karl-
menn 2 kr.). Félagið hefir ýmislegt líknarstarf með höndum og á sjóð
til slíkra. hluta (líknarsjóð). Form. húsfrú Ingveldur Guðmundsdóttir
Kópavogi.
lðnaðarmannafilagið í Reykjavík, stofnað 3. febrúar 1867, með
þeim tilgangi, »að efla félagslíf meðal iðnaðarmanna, auka mentun
þeirra og styðja gagnleg fyrirtæki.« Félagatal um 75, árstillag 6 kr.
(2 kr. fyrir iðnnema). Eign félagsins er Iðnaðarmannahúsið (Vonar-
stræti), reist 1897, og Iðnskólahúsið, reist 1906. Form. Knud Zimsen