Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Blaðsíða 157
Fólaga skrá og stofnana.
266'
Skautajélag Reykjavíkur, stofnað í jan. 1893 með þeim tilgangi
»að vekja og styðja áhuga bæjarmanna á skautfimi*. Félagatala ca. 3 50;
árstillag 2 kr. (fyrir fullorðna); sjóður í ársl. 1911 um 500 kr. Formað-
ur Ólafur Björnsson ritstjóri; féhirðir Hallgrímur Benediktsson kaupm.;
ritari Ingibjörg Brands leikfimiskennari. Brautarstjórar L. Muller verzl-
unarstjóri, jungfrú Sigr. Björnsdóttir og Jón Halldórsson bankaassistent.
Skógrœktarfélag, stofnað 25. ágúst 1901, fyrir forgöngu C. C.
Flensborgs skógfræðings, til skóggræðslu nærri höfuðstaðnum (við Rauða-
vatn). Hlutafélag (25 kr. hl.). Formaður Steingrímur Thorsteinsson
rektor.
Skógræktarstjórn samkv. lögum 22. nóv. 1907 til þess að
vernda og bæta skóga hér á landi. Skógræktarstjóri er A. F.
Kofoed-Hansen (I. 3000), skógarverðir Guttormur Pálsson (á Hallorms-
stað), Einar E. Sæmundsson (á Eyrarbakka), Stefán Kristjánsson (á
Vöglum). Gunnlaugur Kristmundsson (fæst við sandgræðslu. Skóg-
verðirnir hafa 1000 kr. að launum.
Skólanejnd, borgarstjóri Páll Einarsson (formaður) og bæjarfulltrú-
arnir Halldór Jónsson,. Bríet Bjainhéðinsdóttir og Kristján Þorgríms-
son, ennfremur síra Bjarni Jónsson, hefir »umsjón og eftirlit með öll-
um barnafræðslumálum kaupstaðarins og sérstaklega með kenslunni í
barnaskóla kaupstaðarins og öliu því, sem barnaskólann varðar, alt
samkvæmt því, sem fyrir er mælt í lögum um fræðslu barna og reglu-
gjörðum þeim, er kenslumálastjórnin setur«.
Sldturjélag Suðurlands, hlutafélag með 30,000 kr. stofnsjóð í 10
og 50 kr. hlutum, stofnað haustið 1907, með því markmiði, að gera
sölu sláturfénaðar hagkvæma og eðlilega, svo sem með þvi
a ð vanda sem bezt meðferð kjöts og annarra afurða sláturfénaðar
og vinna þeim markað,
a ð koma svo reglubundu skipulagi á flutning fénaðar til slátur-
húsanna og afurða á markaðinn, sem unt er,
a ð losast við ónauðsynlega milliliði, og
a ð seljendur fái alt verð fénaðar síns, að kostnaði við söluna frá
dregnum.
Félagsmenn 1373, á svæðinu frá Skeiðará vestur að Hítará (Hitá).