Tíminn - 24.12.1978, Page 21

Tíminn - 24.12.1978, Page 21
ooooooooooooooooooooooooooo# JÓLAPÓSTURINN 21 OOOOOOOOOOOOOOOOQi O o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o GISTING MORGUNVERDUR Baðherbergi, útvarp og simi með öllum herbergjum. * * f l Ul RAUÐARARSTIG 18 ekl SIMI 2 88 66 GISTIÐ HJÁ OKKUR oocoooooooooooooo- Jólabakstur Sitrónukökur. 150 g. hveiti. rifiö hýöi af einni sitrónu 50 g. sykur 150 g. smjör Skraut: 75 g. flórsykur 1/2 msk. sitrónusafi Hnoðið saman hveiti, sykur, sitrónuhýði og smjör. — Kælið i u.þ.b. 1 klst. Fletjið frekar þunnt út mótið i 8 kringlottar kökur og bakið á velsmurðri plötu i 8 min. við 200 gr. C. Kælið þær á kökugrind. — Hrærið saman flórsykur, sitrónu- safa og örlitið smjör. Látið ofan á hverja köku. — Hægt er að nota appelsinu i stað sitrónu. Jónskökur. 100 g. smjör 100 g. sykur 1 egg 35 g. kartöflumjöl 125 g. hveiti 2 msk. kakó 1/2 tsk. lyftiduft Hrærið smjör og sykurvel sam- an, bætið egginu i. Sigtið hveiti, kartöflumjöl, kakó og lyftiduft og blandið þvi vel saman við. Látið deigið á vel smurða plötu meö tveim teskeiðum. Bakið kökurnar i 6 minútur við 200 gr. C. Til- breytni: Hægt er að láta hakk- aðar möndlur yfir áður en kök- umar eru bakaþar. Möndlukökur. 50 g. möndlur 1 msk. kókosmjöl l egg 75 g. sykur rifið hýði af 1 appelsinu 100 g. hveiti 1/2 tsk. lyftiduft Malið möndlumar mjög fint og blandið þeim saman við kókos- mjölið. Þeytið saman egg og syk- ur þar til það verður hvitt og létt, blandiö rifnu appelsinuhýði og hveiti með lyftidufti i. Blandiö öllu saman og setjið á velsmurða plötu með tveim teskeiðum, geriö ráð fyrir að kökurnar breiði úr sér. Bakið kökurnar i u.þ.b. 10 min. við 250 gr. C. Takið kökurnar varlega af plötunni og látið þær kólna á kökugrind. Gómsætir réttir Lambasteik 1 dilkalæri, 78-89 g. hveiti, krydd smjörliki eða smjör Þurrkið af kjötinu með rökum klút, saltið og kryddið eftir bragði og stráið hveiti yfir. Leggið lærið ásamt smjörinu i ofnskúffu og steikið i 20-25 minútur við 180 gr. C fyrir hvert 1/2 kg. af kjöti. Tilbreyting er að hella örlitlu af hvitvini yfir og krydda með ýms- um kryddjurtum, eða reyniö eitt- hvað alveg nýtt, smyrjið lærið með hunangi og kryddið örlitið með rósmarin og steikið. Blandaður kjötréttur handa sex 1 1/2 kg. dilkakjöt (afturpartur), skorið i teninga 3/4 bolli ananassafi 2 msk sojasósa 2 msk sitrónusafi 1 kramin hvitlauksflis, eða örlitið af hvitlauksdufti 2 bollar ananasteningar, fylltar olivur Kjötbitarnir eru látnir liggja i kryddpækli úr ananassafa, soja- sósu, sitrónusafa og hvitlauk dá- litla stund. Kjöt, ananas og olivur eru þrædd upp á teina og steikt i 10 min. A meðan er pæklinum hellt yfir. Teinarnir eru bornir fram með hrisgrjónum. Danskur lambahryggur. 1 lambahryggur 2 tesk. salt 1/4 tsk. pipar 1 hvitlaukshólf 25 g. smjör 5dl. vatn. Hryggurinn þarf að vera þiður. Fletbð himnunni ofan af hryggn- um. Núið hann með salti og {xpar og stingið smá-hvitlauksbitum inn i vöðvann með oddhvössum hnif. Smyrjið smjörinu jafnt yfir allan hrygginn, leggið hann á rist yfir ofnskúffu. Steikið við 200 gr. C i 15-20 min. þar til hann er fal- lega brúnaður. Hellið vatninu i ofnskúffuna og steikið við sama hita i' 15-20 min. og ausið yfir hrygginn af og til. Helliö soðinu úr ofnskúffúnni, fleytiö og sigtið en látið hrygginn standa i ofninum við vægan hita i 5 min. Takið hrygginn út og látið hann standa i 5 min. áður en hann er skorinn niður. Berið fram með bökuðum kartöflum. Sambandsskipin eru í stöðugum siglingum til meginlands Evrópu og til Ameríku. Upplýsingar um umboðsmenn vora erlendis veittar á skrifstofu vorri og í síma 28200. M/s JOKULFELL M/s DÍSARFELL M/s HELGAFELL M/s MÆLIFELL M/s SKAFTAFELL M/s HVASSAFELL M/s STAPAFELL M/s LITLAFELL SKIPADEILD SAMBANDSINS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.