Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 8
72 ]ÓN HELGI EIMREIÐIN „Þá lá hallæri mikit á fólkinu, ísar miklir ok veörátt mjök köld svá at jörð var ekki ígróðra at várþingi". Jón biskup gjörði bæn sína og fólkið tók kröftulega undir. Oft var þörf en nú var nauðsyn, komið að fardögum. Það brá við, ísinn fór „svá at hvergi varð vart við; en jörðin Iífgaðist svá skjótt til blómbæri- ligs ávaxtar ok skrýddist fögrum grösum at í þeirri sömu viku hafði allr fénaðr græn grös ok nógligt fóðr“. Hér þurfti ekki framar vitnanna við. Jón var kraftaklerkur. En nú á tímum mundu margir efast og tala um straumana og sunnanáttina sem frétst hefði með símanum að væri komin til Færeyja. Og því skyldu menn ekki efast þegar jafnvel í Prestafélagstímaritinu er efast um kraftaverk Jóns og talað um »hjátrúa og auðtrúa kynslóð«. — Satt að segja finst mér Biskupasögurnar okkar engu ósennilegri en Guðspjöllin og Gjörningabók postulanna. — En samtímamönnum Jóns helga þótti hann eins spámannlega vaxinn og Gyðingar í gamla daga. I annað sinn lá við að biskup yrði of bænheitur. Hann bað um regn. Og rigning kom, en svo mikil, að nærri hlaust tjón af. Það var líkt og í sögu sem Arni Þorvaldsson kennari sagði mér um skotskan prest. Hann var nývígður og nýkominn til brauðs í sveitinni. Safnaðarmenn báðu hann hjálpar, því alt ætlaði að skrælna af ofþurki. Við fyrstu messugjörð gjörði hann bæn' sína eftir bestu efnum. Það brá við. Hellirigning kom, steypiflóð, þrumur og eldingar svo miklar, að seinni villan ætlaði að verða verri en sú fyrri. Bændurnir sögðu: »Já, bænheitur er hann þessi nýi prestur; en hann getur verið varasamur«. I sögu Jóns er ekki getið um að neinn hafi haft slíka þanka um Jón, því hepnin var með honum, eða sagan segir ekki frá neinum óhöppum. VI. Þegar fólk hafði fengið svo áþreifanlega sannað hvílíkur kraftaklerkur Jón var, þá var engin furða þó það treysti hon- um við smærri nytsemdarverk eins og að lækna hina og þessa líkamskvilla. Er nú sagt frá því, að til hans hafi margir komið með ýmsar sútir og sjúkleika »ok fengu skjóta bót sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.