Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 14
78 ]ÓN HELGI EIMREIÐIN ekki fyr en annað betra er fengið (t. d. hugskeytasamband við Jón helga og aðra góða menn; en velvakandi verða þeir að vera, eða að minnsta kosti ljóslifandi í endurminningunni). Katólsku bænirnar voru líka nokkuð annars eðlis en þær bænir sem í lúterskum löndum eru kendar. Þær voru og eru á latínu og óskiljanlegar þeim sem þuldu eða þylja. Þégar paternoster eða þvílíkar latneskar bænir og sálmar voru þuldir í þaula — alt að 90 sinnum á dag eða oftar, þá fylgdi ekki hugur máli — þulið var í þaula og þetta hafði oft nokkurs- konar dáleiðslu í för með sér — menn gleymdu sorgum og þrautum. Bænamuldrið verkaði deyfandi engu síður en ópíum og á sama hátt og að telja stöðugt 1, 2, 3 upp að 10000 eða svo. Slíkt hefir gefist mörgum álíka vel og bænirnar kat- ólsku t. d. við svefnleysi. En bænir eru ólíkt ákjósanlegri en þurrar tölur. Eg er sannfærður um að duglega ítrekaður paternoster- Iestur er álíka raungóður og margir dropar sem við læknar gefum, jafnvel ópíum. En þegar eg segi fólki að lesa bænir sínar og vil spara þeim dropana, þá dussar það við. Líklega tala eg ekki nógu hátíðlega um þessi efni. Alt þetta, sem nú er sagt, skilst mér vera skársta skýringin á áheita- og helgidómalækningum í katólskum sið eldri og nýrri tíma. En ekki má gleyma áhrifum persónunnar, sem leitað var til. Frá afburðamanni líkt og »engilmærum, ítur- fríðum« Jóni helga stafaði Ijómi og læknandi geislar sjúk- um og sorgmæddum. Hann var helgur maður — meðal- gangari milli guðs og manna. VIII. Á dögum Jóns helga var ekki öðrum læknisdómum til að dreifa hér á landi en áheitum, bænum og helgum dómum. Þetta var tískulækningin þá, og tókst furðanlega. Margir brosa að þessu nú á tímum og finst svo sem vera aðrir tímar nú með kunst og kunnáttu. En daglega vöðum við þó villu og reyk, við læknarnir líka og kunnum ekki einu sinni að lækna kvef. Og margar eru okkar kreddur ekki síður en klerkanna. En við eigum því láni að fagna að okkar kreddum er trúað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.