Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Page 12

Eimreiðin - 01.03.1922, Page 12
76 JÓN HELGI eimreiðin þar sem áheitin og hinir helgu dómar komu ekki að gagni. — Slíkt hið sama á sér stað enn þann dag í dag. Það vaeri ilt fyrir okkur læknana ef verið væri að halda á lofti þeim dæmum þegar okkar lyf eða aðgjörðir verða án árangurs. Hvað er nú satt í þessum sjúkrasögum? Attu hér krafta- verk sér stað? Það þarf engum getum um það að leiða, að ýmislegt er orðum aukið og margt er blandað málum í sögum sem slík- um, er skrifaðar voru í þeim tilgangi, að útbreiða álit og trú á manni. Hér skrifar norðlenskur maður um norðlenskan biskup og vill sýna og sanna, að hann standi fyllilega á sporði Þorláki (biskupi helga) í Skálholti. Alt eru munnmælasögur, er gengið hafa mann frá manni oft langar leiðir bæ frá bæ, og athugunin venjulega ónákvæm eða engin. Trúgirnin alstaðar mikil — og menn vilja að undrið eigi sér stað. Ekki að kynja þó sögurnar verði litaðar. Skyldi ekki sama mega segja um allar helgisögur? Hins verður þó að geta, að til eru langtum fleiri lækninga- sögur en viðkoma Jóni helga — bæði úr sögu Þorláks og Guðmundar helga og ber þeim í öllum aðalatriðum saman um að fyrir áheit eða notkun helgra dóma batni hinir marg- víslegustu kvillar og hættulegir sjúkdómar, stundum smátt og smátt en miklu oftar á snöggu augabragði. — Og sainskonar sögur mýmargar eru til í öllum löndum frá þessum sömu tím- um meðan dýrlingatrúin stóð með hæstum blóma. Nú vill svo vel til, að enn á hið sama sér stað í ýmsum katólskum lönd- um. Flestir hafa lesið um Lourdes á Frakklandi. Þangað streyma árlega þúsundir þjáðra manna, sem fyrir áheit til Maríu meyjar og fyrir bænir og drykk vatnsins úr lindinni helgu, fá margra meina bót og það oft í fljótu braðgi eins og krafta- verk og stórmerki eigi sér stað. Og þessu neita engir læknar, að komið geti fyrir í vissum sjúkdómum. Það eru til marg- háttaðir þrálátir taugasjúkdómar, sem geta varað árum saman. Margt er reynt og mesta nákvæmni viðhöfð með öllum hjálp- artækjum og lyfjum nútímans — og ekkert hrífur, fyr en einhver sérstök áhrif á sál og taugar — áhrif, sem stundum koma óvörum án sérstakrar tilstuðlunar manna, eins og snögS hræðsla, megn geðshræring, líkamlegur áverki, eða lækninga-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.