Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Side 29

Eimreiðin - 01.03.1922, Side 29
eimreiðin Páf askiftin.1) 22. janúar síðastl., kl. 6 árdegis, andaðist hans heilagleiki, Benedikt páfi XV.. 12. febr. var eftirmaður hans, Pius XI. hórónaður hátíðlega í Péturskirkjunni. En milli þessarra tveggja viðburða fara fram margvíslegir viðhafnarmiklir siðir, sem ka- þólska kirkjan hefir haldið óbreyttum að mestu um óra tíma, og má vel ætla, að íslenskum lesendum þætti ekki ófróðlegt, að heyra nokkuð frá því sagt. Það sem sagt er um þessi páfaskifti á að mestu leyti, að nöfnum einum breyttum, við öll páfaskifti. Hér verður því frásögnin bundin við þessi síðustu páfaskifti. Andlát Benedikts XV. Nóttina á undan andlátinu, var páfinn ákaflega þungt hald- inn. Kl. 1 um nóttina hlýddi hann þó messu og tók sakra- mentið. Undir morguninn hófst helstríðið. Kardínálarnir krupu kring um sænginp, og skriftafaðirinn tók að bera fram and- látsbænirnar. Alt í einu reisti páfinn höfuðið frá kodda, leit í kringum sig, en svo féll höfuð hans ofan á hægri hand- legg hans og hann gaf upp andann. Læknirinn laut niður að líkinu og lýsti því, að páfinn væri dáinn. Við andlát páfans hvarf æðsta vald yfir páfastólnum þegar í hendur kardínála Gasparri, sem er kardínál-kamerlengo heil- a9s stóls, og kallar hann saman kardínálana til páfakosningar. Siðameistari páfahirðarinnar tekur hinn nafnfræga fiskimanns- hring af hendi hins látna páfa, og fær kamerlengo hann í hendur ásamt innsigli páfastólsins. Því næst gengur kamer- lengo út, ber þrisvar að dyrum og kallar nafn páfans hárri raustu. Síðan gengur hann inn og að rúminu, slær þrisvar á enni páfans með silfurhamri og segir: »Giacomo della Chiesa,2) Höfuðklerkur kaþólskra hér í Reykjavík, ]. M. Meulenberg, prestur, hefir gjört mér þann greiða, að lesa yfir handritið að þessari grein, svo °ru9t má telja, að rétt sé frá skýrt. 2) Nafn Benedikts XV. áður en hann varð páfi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.