Eimreiðin - 01.03.1922, Qupperneq 48
112
EÐLI OQ ORSAKIR DRAUMA
eimreiðin
jörð og hey séð í svefni er mönnum fyrir harðindum. Á
undan sólbjörtu veðri dreymir menn rauða hesta eða kýr eða
rauða hluti, en dökkleitar skepnur eða brennivín á undan
hláku. Dreymi menn í frosti að menn eða skepnur deyi, þá
veit það á lin o. s. frv. Þessi er trú manna, sem dreymir
fyrir veðrum.
Því má ekki gleyma, að þótt stöku draumar virðist koma
fram, þá getur það borið við af hreinni, tilviljun. Þegar menn
dreymir marga drauma hverja nótt, um svo margt milli him-
ins og jarðar, er eðlilegt að einhverjir þeirra eins og rætist,
megi heimfærast til einhvers sem við ber næsta dag. — »Oft .
ratast málugum satt á munn«, má segja oft um draumana. —
En eg hygg þó, að stöku drauma sé að marka. Að sanna að
svo sé er öllum ófært, því eðli þeirra er svo varið.
Sumir giska á, að veðurfarsdraumar stafi frá sérstöku lík-
amsástandi í svefni, er orsakist af óþektum áhrifum loftsins
eða náttúrunnar kringum hinn sofandi mann. Það eru þá áhrif,
sem loftvogin ekki finnur að jafnaði. Undirbúningur undir
vissar veðurfarsbreytingar hafa þá áhrif á sofandi menn og
orsaka sérstaka drauma. — Þessi hugmynd er ósennileg nema
þá að vissu leyti um einstöku veðurdrauma. Hvernig getur t.
d. undirbúningur undir hláku haft þau áhrif á líkama sofandi
manns, að hann í draumi fremur drekki eða sjái aðra drekka
vín, en annan Vökva, kaffi eða vatn o. s. frv. Eða þá t. d.
að sjá rauðan hest undan sólfari, lifandi lax á undan frosti
o. s. frv. — Nei, það skilur enginn, og ekki held eg þetta
verði skiljanlegt með kenningu spiritista og guðspekinga að
sálin fari út af líkama sofandi manns og hann dreymi það,
sem hún sér og aðhefst. Á þetta minnist eg síðar og einmS
á aðra spánnýja kenningu um tilorðning drauma.
IV.
Sumir menn eru svo áhrifanæmir í svefni að þeir tala OS
syngja sofandi, setjast upp og jafnvel klæða sig og ganga
um. Draumar þeirra leiða þá í þessar gönur. Eg hefi haft
kynni af 2 manneskjum sem gengu í svefni. Sumir klæða siS
ekki, en ganga um herbergi sitt á náttklæðunum og tala oS-