Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 59
eimreiðin
TÍMAVÉLIN
123
endemis æfintýri«. Hann rétti út höndina og tók sér vindil
og skar af honum. »En nú skulum við koma inn í reykskál-
ann, því sagan er of löng til þess að segja hana með ataða
diska fyrir framan sig«. Hann gekk á undan okkur og hringdi
bjöllu um leið og hann gekk inn.
»Þið munuð vera búnir að segja þeim Blank, Dash og
Chose frá vélinni?« sagði hann við mig, og hallaði sér aftur
á bak í hægindastólnum og nefndi nýju gestina.
»]á, en þetta er ekki annað en fjarstæða og hugsmíð«,
sagði ritstjórinn.
»Eg fer ekki að rífast um þetta í kvöld. Eg skal segja
Ykkur söguna ef þið viljið, en eg fer ekki að rífast um
Þetta. Eg skal«, sagði hann, »segja ykkur orði til orðs hvað
fyrir mig hefir borið, en þið megið ekki grípa fram í fyrir
mér. Mig langar til þess að segja frá því. Margt af því,
kannske flest, verður lýgilegt. En hvað um það. Það er satt
engu að síður, dagsatt hvert einasta orð. Eg var staddur
hérna í vinnustofunni minni kl. 4 í dag og síðan hefi eg lifað
— — átta daga!--------------og það slíka daga, sem enginn
e>nasti maður hefir áður lifað! Eg er ákaflega þreyttur, en eg
s^al ekki gefast upp eða sofna fyr en eg er búinn að segja
Vkkur alla söguna. Svo fer eg beint í bælið. En engar spurn-
lngar og engar truflanir! Heitið þið því?«
^Samþykt®, sagði ritstjórinn, og við átum allir eftir »sam-
bykt«. Og þá hóf tíma-ferðalangurinn sögu sína, þessa sögu,
sem eg ætla nú að reyna að segja. Hann hallaði sér fyrst
a^ur á bak í stólnum, og var þreytulegur. En það fór af, og
frásögnin æsti hann. Þegar eg fer nú að skrifa söguna, finn
e9 það best, hve penni og blek komast skamt, og þó einkum
bað, hve lítið fær eg er um að ná blæ sögunnar. Þið lesið
^°guna vonandi vandlega. En ykkur vantar þó altaf mikið.
le sjáið ekki andlit sögumannsins, hvítt og hreinskilnislegt, í
Seislanum frá lampanum, og þið heyrið ekki blæbrigðin í rödd
ans. Þið getið ekki ímyndað ykkur, hvernig raddblærinn
otst og lækkaði eftir þræði sögunnar. Við, sem á hlýddum,
satum í skugga, því það hafði ekki verið kveikt á kertunum
lnni 1 reykskálanum, svo að alt var í skugga, nema andlitið