Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.04.1946, Blaðsíða 76
140 HREINDÝRAVEIÐAR SUMARIÐ 1945 EIMREIÐIN austurbrún ranans. Stanzaði tuddi nú nokkra stund og virtist vera aS átta sig á því, hvernig á þessum leik stæði, tók svo þriðja sprettinn í sömu átt, en ég varði leiðina og hrakti liann enn lengra austur eftir, og liafði þá leikurinn borizt mjög nærri tjöld- unurn, sem voru austan á rananum. Stanzaði þá tarfurinn dálítið, eins og eftir liina sprettina, á liæð stutt frá tjöldunum. Vildi þá svo vel lil, að Sigmar var kominn heim að tjöldum og var að æfa sig að skjóta til marks, því, eins og ég gat um, var nokkur vafi á því, hvaða einkunn liann ætti að fá í skotkeppninni xmi morgun- inn. Ég kallaði nii til Sigmars og sagði honum að skjóta dýrið. Hann brást við fljótt og sá ég báða, tarfinn og Sigmar, liverfa fyrir öldubrún, en ég fór að spretta af liesti mínum, sem tæplega var fær um að taka fjórða sprettinn, og býst ég við, að færri liestar liefðu lokið betur þeim þrem sprettum, sem hann átti við dýrið. Eftir nokkra stund kom Sigmar aftur að sækja sér veiðihníf. Hann hafði brugðið svo fl jótt við, er ég kallaði til hans, að hann athugaði ekki að taka með sér hníf, enda lítill tími til umsvifa. Er mér óhætt að segja, að engin dýr voru betur skotin en þetta, og vil ég því setja Sigmar í fyrsta flokk lireindýraskyttna og sætta mig við að vera sá eini í hópnum, sem ekki náði þeirri gráðu. En ég þykist hafa jafnað það upp í kappreiðinni við tudda. Að minnsta kosti sá ég hina félagana aldrei ríða eins mikinn. Friðrik skaut einn tarf í þessari ferð sinni og þeir Hermann og Kjartan 3 í sinni ferð, svo takmarkið náðist: að ná 6 törfum þennan dag, eins og ákveðið var. Var nú komið fram undir kvöld, en mikið verk eftir, að safna dýrunum saman og flytja þau norður að ánni. Lögðum við nú allir af stað með 8 reiðingshesta að sækja veiðina. Var það nokkuð seinlegt og stirt, því myrkt var orðið, en það gekk allt ágætlega. Var verkinu lokið og við komnir lieim að tjöldum klukkan tvö um nóttina. Höfðum við þá verið frá því klukkan fjögur um morguninn, eða 22 tíma, nær alltaf á ferð. Var nú ákveðið að hefja verk klukkan fjögur, svo hvíldin varð ekki nema tveir tímar. Við slepptum hestunum lausum, töldum þá þreytta og svanga eftir daginn, og gerðum ráð fyrir að þeir yrðu rólegir þennan tíma í myrkrinu. En þegar fararstjórinn vakti okkur, klukkan fjögur, sagði liann alla liestana horfna, og þótti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.