Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.04.1946, Blaðsíða 48
112 GISTING bimreiðin vinna með vélum. Það var einlivers virði, ef búskapur þarna á Skarði átti sér nokkra framtíð. Þá var gildur sjóður gefinn framtímanum. En ef sveitin var að verða úr sögunni? Sumir spáðu því. Margir. Og reyndin virtist styðja þá skoðun. Kotin ein voru ekki komin í eyði. Einnig sumar ágætis jarðir. Ef jörð losnaði, gekk hún oft ekki út nú orðið, hvorki til leigu né sölu, vegna þess að svo til engir byrjuðu búskap, en þeir, sem liéldu trvggð við liann, húktu flestir þar sem þeir voru nú einu sinni rót- fastir. Var það öldungis víst, að nokkur tæki Skarðið, ef hann færi þaðan t. d. að vori? Jú, líklega kæmi einhver, en kannske aðeins til að níða það niður, nota út úr því. Hitt var þó einnig liugsanlegt, að það gengi ekki út fyrir viðhlítandi verð. Og þa var uppbygging þeirra feðganna unnin fyrir gýg og gróður þeirra mundi deyja út innan stundar, — fölna eins og gras á óliirtu leiði. Ætti svo að fara, gat liann hinsvegar lítið gegn því spornað með því að þrauka lengur. Það var að minnsta kosti öldungis óvíst. Til livers var .þá að berja lengur móti bárunni án þess að halda í liorfi? Því ekki að lileypa lieldur undan, ineðan þ«ð var enn fært? Jóhann var nú kominn fram í skjóllega hvamma meðfrani ánni. Kippkorni lengra reis upp stakur melhóll. Þar var Síkvik- ur, einliver bezti veiðiliylurinn í öllum dalnum. Þar ætlaði liann að reyna fyrst. Hinn fyrri hugsanaþráður rann áfram. Ekki myndi Margrét setja stólinn fyrir dyrnar og neita að flytja í borgina. Hún var farin að lýjast á búskapnum, þó að hún kvartaði ekki að jafnaði um það. Og börnin? Þau héldu eflaust enn, að þau yndu sér alltaf bezt heima. En nú var ein- mitt að því komið, að þau yrðu að fara í burtu í skóla. Myndn þau þá vilja liverfa aftur, frekar en fjöldi unglinganna, sei» fór alfari, kom í mesta lagi aflur í sumarleyfum? Var það ekki líka bezt? Gat liann óskað börnum sínum þesS lilutskiptis, að þau yrðu jarðföst þarna í sveitinni, eins og hann hafði orðið, og lentu í sama stritinu, eða öðru enn verra? E» var þeim ekki að öðrum kosti bezt borgið með því, að foreldr- arnir leiddu þau og styrktu á meðan þau væru að ná fótfesiu 3 borgarstrætunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.