Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 48

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 48
112 GISTING bimreiðin vinna með vélum. Það var einlivers virði, ef búskapur þarna á Skarði átti sér nokkra framtíð. Þá var gildur sjóður gefinn framtímanum. En ef sveitin var að verða úr sögunni? Sumir spáðu því. Margir. Og reyndin virtist styðja þá skoðun. Kotin ein voru ekki komin í eyði. Einnig sumar ágætis jarðir. Ef jörð losnaði, gekk hún oft ekki út nú orðið, hvorki til leigu né sölu, vegna þess að svo til engir byrjuðu búskap, en þeir, sem liéldu trvggð við liann, húktu flestir þar sem þeir voru nú einu sinni rót- fastir. Var það öldungis víst, að nokkur tæki Skarðið, ef hann færi þaðan t. d. að vori? Jú, líklega kæmi einhver, en kannske aðeins til að níða það niður, nota út úr því. Hitt var þó einnig liugsanlegt, að það gengi ekki út fyrir viðhlítandi verð. Og þa var uppbygging þeirra feðganna unnin fyrir gýg og gróður þeirra mundi deyja út innan stundar, — fölna eins og gras á óliirtu leiði. Ætti svo að fara, gat liann hinsvegar lítið gegn því spornað með því að þrauka lengur. Það var að minnsta kosti öldungis óvíst. Til livers var .þá að berja lengur móti bárunni án þess að halda í liorfi? Því ekki að lileypa lieldur undan, ineðan þ«ð var enn fært? Jóhann var nú kominn fram í skjóllega hvamma meðfrani ánni. Kippkorni lengra reis upp stakur melhóll. Þar var Síkvik- ur, einliver bezti veiðiliylurinn í öllum dalnum. Þar ætlaði liann að reyna fyrst. Hinn fyrri hugsanaþráður rann áfram. Ekki myndi Margrét setja stólinn fyrir dyrnar og neita að flytja í borgina. Hún var farin að lýjast á búskapnum, þó að hún kvartaði ekki að jafnaði um það. Og börnin? Þau héldu eflaust enn, að þau yndu sér alltaf bezt heima. En nú var ein- mitt að því komið, að þau yrðu að fara í burtu í skóla. Myndn þau þá vilja liverfa aftur, frekar en fjöldi unglinganna, sei» fór alfari, kom í mesta lagi aflur í sumarleyfum? Var það ekki líka bezt? Gat liann óskað börnum sínum þesS lilutskiptis, að þau yrðu jarðföst þarna í sveitinni, eins og hann hafði orðið, og lentu í sama stritinu, eða öðru enn verra? E» var þeim ekki að öðrum kosti bezt borgið með því, að foreldr- arnir leiddu þau og styrktu á meðan þau væru að ná fótfesiu 3 borgarstrætunum?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.