Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1909, Side 5

Ægir - 01.01.1909, Side 5
ÆGIR. 57 En þegar í lok Ágústs kom mjög mikið af fiski til Bordeaux og verðið fyrir Labra- dorfisk fjell af þeirri ástæðu. Ennfremur fréttist jafnframt, að fiskiveiðin við New- foundland liefði verið betri en mörg ár áður, ennfremur að eldri byrgðir af fiski þar á eyjunum væru sem næst búnar, sem ekki var vanalegt um það leyti árs. Það hafði ekki góð áhrif á markaðinn þegar Frakkar slrax í sept. byrjuðu að senda umboðsmenn upp í landið, til þess að heimsækja kaupmenn, og bjóða þeim fisk með niðursettu verði, og varð það til þess, að samningar voru gjörðir, og leiddi af þessu verðlækkun á útlendum fiski. t*ar við bættist og, að frá New-Foundlandi kom sú fregn, að fiskur þaðan yrði seldur með lægra verði, af því aflinn liafði verið þar meiri en áður, og menn höfðu vonast eftir. Jafnframt fréttist að 2 stór gufuskip væru lilaðin með fiski, sem ætti að íara til Miðjarðarbafsins, og litlu seinna var farið að selja af þessum förmum fyrir lægra verð en árið áður. Strax við byrjun kaupstefnunnar varð það ljóst, að innflutt ísa frá íslandi var talsvert minni en árið áður, og var eftir- spurnin eftir þessari fisktegund meiri, og alt, sem kom, seldist strax. Einkum var eftirspurnin frá Suður-Ítalíu góð alt haustið, sem einkum stafaði frá liinu háa verði á norskum fiski, jafnframt var líka fundinn annar markaður fyrir ísu og það var Suður- Spánn, og höfðu nokkur gufuskip losað þar þyrskling og 5'su, ennfremur í Lissabon, ogþað fór jafnvel orð af, að íslenskurþyrksl. hefði verið sendur til Grikklands, en þar selst þó ekki nema sérstaklega vönduð vara. Síðustu dagana í Sept. komu hinir tveir fyrstu gufuskipsfarmar beina leið frá Labrador, og losuðu hér mjög mikið af nj'jum fiski. Farmur þessi seldist bæði fljótt og vel, og var það til óhags fyrir íslenska fiskinn, sem varð útilokaður af stóru svæði, sem hann eingöngu hafði verið keyptur á áður, af þeim sökum að Labra- dor fiskur var ekki til. Alt haustið og fram eftir vetrinum kom meira og meira af íslenskum fiski, (þyrskling) sem var eins verkaður og Labrador fiskur, það er að segja, hann var mjög mikið saltaður en lítið eitt steyktur og með svart skinnið á innri hliðinni á fiskinum, en þessi fiskur er og verður altaf mikið verri en hinn rétti Lahradorfiskur, og verður þvi að eins seldur, að hinn sé ekki fyrir á markaðin- um. Sá fiskur, sem kom fyrst hafði þar að auki skemst í meðferðinni, af því að hitinn var svo mikill. í köldu loftslagi þolir hann þar á móti — eins og Labra- dor fiskur — betur en islenskur fiskur, að líkindum af því hann er svo mikið saltaður. Mest alt af þessum fiski kom hingað frá Leith. Ávinning liafa kaupendurnir ekki haft, sem nokkru nemur, því að tiltölu fengu þeir ekki hærra verð i útsölu en áður hafði verið reiknað sem gangverð á ýsu. Hvort hér geti verið um framtíðarkaupskap að ræða á þessari fisktegund, getur maður vart búist við, að minsta kosti ekki fyr en menn á íslandi taka þá stefnu að nota Codix-salt í fiskinn, sem eingöngu er notað á Labrador-ströndinni, og þá fyrst getur maður vænst að fá vöru, sem líkist eins og hægt er Labrador fiski. — Menn kvarta yfir, að fiskurinn léttist til muna, og jafnvel yfir 8%- Skipin frá Labrador ábyrgjast rýrnun farmsins. Dóm- stólarnir hafa þó álitið l°/o eðlilega rýrnun á ferðinni, og það ber ekki ósjaldan við, að farmar frá Labrador hafa talsverða yfirvigt þegar þeir koma. — Menn verða að viðurkenna það, að ís- lendingar hafa gjört það sem þeir hafa getað til þess að vanda þenna fisk vel, og þeir ættu líka að sjá sér liag í að halda áfram með það að verka þennan fisk, og

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.