Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1909, Qupperneq 11

Ægir - 01.01.1909, Qupperneq 11
Æ GIR. 63 árið um kring, en eins og nú er ástatt, er ýmislegt þvi lil fyrirstöðu að sjó- maðuriun geti það, t. d. að skipin fást eig'i vátrygð að vetrinum til fyr en í febrúar eða marz, en það ætti öllum að vera augljóst að á meðan sjómennirnir gela ekki sundað atvinnu sína um nokk- urn hluta ársins, þá geti þeir naumast orðið efnalega sjálfstæðir menn. Þegar ég í vetur keypti breyfivélarbát þann, er llest blöðin hafa getið um og Hrólfur nefnist, vakti það fyrir mér að reyna að gera tilraun í þá átt að bafa skipið þannig úr garði gjört, að útgerðin 37rði kostnaðarlítil, en að skipið eígi að síður væri þó svo örugt að gjörlegt væri balda því úti alt árið um kring, skal ég nú skýra frá því bvernig ég befir bugsað mér að haga veiðunum eftir árstíðum. Seinni hluta vetrar og að vorinu fram undir Jónsmessu befi ég bugsað mér að beppilegast mundi vera, að bafa aðal- bækistöð sína við Yestmanneyjar, bæði vegna þess, að þar er venjulega mikill fiskur um þetta leyti og einnig vegna þess, að leiðin til Reykjavikur frá þeim stöð- um fyrir sunnan land, sem fiskurinn er helzt á um vetrarvertiðina, er svo löng, að það er alt of mikil tímatöf að fara þangað, enda stórkostlegur skaði, ef mikið er um tiskinn. Ég álít því heppilegast að leggja fiskinn á land í Vestmanneyjum annað- hvort til verkunar, ellegar ef mögulegt væri, og það væri miklu æskilegra, að sclja hann blautan, eins og hann kemur úr sjónum. Þá þyrfti sjómaðurinn ekki um annað að bugsa en að ná í sem mest, og fiskkaupandinn ætti bægra með að sjá um, að með fiskinn væri farið á þann hált sem þarf til þess, að hann verði góð vara, að því ógleymdu, að lifur, hausar og hryggir eru einnig miklir peningar, ef rjett er með farið, en mildum hluta af þeim peningum er nú kastað í sjóinn og er j)að meira en litið fé, ef reiknað væri af öllu landinu. Eftir að kemur fram í júnimánuð — auðvitað samt eftir ástæðum með afla o. íl. — hefi ég hugsað mér að hafa aðalaðsetu í Reykjavík og fiska þá í Faxaflóa og Breiðafirði, eftir því sem á stæði, og helzl að selja fiskinn blautan annaðhvort úr salti eða þá eins og hann kemur fyrir úr sjónum, eftir því hversu langan tíma það tekur að ná allanum. Fyrri hluta júlímánaðar ímynda ég mér að beppilegast mundi vera að flytja signorður fyrirland, annaðhvort á Húna- flóa eða aðra staði, eítir því sem á stendur með fiskinn, en mér er kunnugt um það, að oft fiskast vel á Húnafióa um það leyti árs. Þar nyrðra er ætlun mín að bægt væri að vera fram í siðari hluta september eða fyrri hluta oktober, en úr þvi að líður fram í oktober verður að líkindum beppilegast að flytja sig til Vest- fjarða eða Breiðafjarðar, eða þá enn þá lengra suður, alt eftir þvi sem á stendur með fiskaflann, því að það er aðalatriðið, að hafa að setur sitt þar, sem mest fiskast í það og þaðskiflið, en á Vestfjörðum fiskast oft ágætlega að haustinu til, eink- um á suðurfjörðunum, og væri því sjálf- sagt hyggilegast að bafa bækistöð sina þar fram eftir haustinu, en færa sig norður eftir þegar á liði og fiskur væri kominn i ísafjarðardjúp og finst mér að þá mundi vera hyggilegast, að hafa aðsetui í Bol- ungarvík, því að mikill munur er venju- lega á vegalengdinni þaðan út á flski- miðin eða innan úr ísafjarðarkaupstað. Auðvitað er það, að ef til þess kæmi að liaga fiskveiðunum á þann bátt, er ég nú hefi nefnt, þá færi hver eftir því, sem honum ])ætli álitlegast. En aðalatriðið er það, að geta verið þar sem mestur er flskurinn og minstur tími fer til ónýtis frá veiðunum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.