Ægir - 01.01.1909, Side 14
66
ÆGI R.
reynslan heflr kent. Nú á síðari timum
hafa mótorar verið brúkaðir i björgun-
arbáta. En þeir hafa þó ekki aislaðar
reynst sem skyldi. Bátarnir verða mjög
þungir, og ekki er þorandi annað en að
hafa einnig árar.
Árið 1901 álti breska félagið ‘280
björgunarbáta með fram ströndum Bret-
lands og írlands.
Ennfremur hefir félagið gengist fyrir
því, að fiskimenn hefðu góða háta og
veðurvita, er þeir hafa fengið með nið-
ursettu verði. Árið 1904 hafði félagið
aflað fiskimönnum 4,600 loftþingdarmæla.
Þar sem starfsvið félagsins er svo
viðtækt, verður það að haía mikið fé.
Tekjur þess voru 1907, 3,221,244 kr.
Síðan 1824 hafa björgunarbátar fé-
lagsins bjargað 31,000 mannslífum. Þar
fyrir utan hefir félagið borgað verðlaun
fyrir björgun 16,345 skipbrotsmanna.
Þannig hefir félagið beint og óbeint ann-
ast björgun 47,345 skipbrotsmanna til
ársins 1907. Þettaárfóru bátar félagsins
370 björgunarferðir og burgu 932 mönn-
um og 43 skipum og bátum.
Auk björgunarbáta eru eldflugutæki
notuð mjög mikið við strendur Bretlands,
til björgunar skipbrotsmönnum.
Með þessu móti er skotið mjórri
línu yfir á og yfir uni það skip, sem í
háskanum er. Skipshöfnin togar í lín-
una en í hana er hnýlt sterkum kaðli,
sem er festur á landi uppi og því næst
á skipinu, en björgunarstóll er á taug-
inni og honum rent fram og aftur frá
landi til skips og skipi til lands.
Það eru nútilum 300 eldílugustöðv-
ar og Boord of Trade kostar þær, en
the • Coast Guont starfrækir þær, með
sjálfboðaliðum.
Árið 1903 voru þessi tæki notuð 29
sinnum en 236 mannslífum varð bjarg-
að. Siðan 1870 hafa 8,200 mönnum ver-
ið bjargað á þenna hátt. En þó að þess-
um 297 björgunarbátastöðvum og öllum
flugeldastöðvunum verði svo mikið ágengt
farast þó c. 500 menn árlega við strend-
ur Bretlands og írlands. Félagið hvetur
þessvegna enn á ný almenning til þess
að ella og styrkja félagið sem mest má
verða, með ráð og dáð.
Botnvörpuskipið „Jón Forseti".
Skip þetta sem er eign félagsins
»Allianse« og sem áður hefir verið minst
á hér í blaðinu, hefir árið sem leið, feng-
ið meiri afla en dæmi eru til um nokk-
urt islenzkt skip fyr eða síðar.
Félagið sem á skipið og lét bjrggja
það í Englandi, er ef svo má að orði
kveða einvalalið: 5 skipstjórar, dugn-
aðar- og fyrirmyndarmenn i sinni slöðu
og forstöðumaður félagsins P. J. Th. &
Co., kaupm. Thor Jensen, sem má full-
yrða að sé einhver hinn atorkusamasti
allra ísl. kaupmanna.
Yfirmaður skipsins er Halldór Þor-
steinsson, Kolbeinn bróðir hans stýri-
maður, ágætir atlamenn, og er ekki sann-
ara hægt að segja en það, að hér fara
saman allabrögð og hagnýting' aílans í
landi og að gjöra úr honum peninga.
Yertíðaafli »Jóns Forseta« var í fyrra
1500 skpd. af þurrum fiski, og þar af
1100 skpd þorskur, eða 75 þúsund króna
virði.
Sildarafli í fyrra 19000 kr.
Nýr fiskur seldur á árinu fyrir 5000 kr.
Til Englands fór skipið á árinu 3
íerðir og seldi fyrir það sem hér segir:
1. ferð 27/io fisk fyrir .... 730 £
2. — 26/n — — .... 526 £
3. — 9/i — — . . . , 970 £
Samtats 2226 £
eða 40,068 kr.