Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1907, Page 19

Ægir - 01.11.1907, Page 19
ÆG báru knýja og fiska leita þöngli nær á þorskaleið. Bítur undir borði gráu; blótaðu ekki seiði smáu, slepptu því heldur, maður minn! Ég er að draga þorsk úr þara; það varð honum feigðarsnara, að hann gleypti öngulinn. Hjálpi drottinn höndum öllum! hækkar dagur á austur-fjöllum, senn á báru sólin skín. Dragðu, sveinn! úr djúpi köldu dagverð þinn, sem býr í öldu; hlutartalan hækki þin! Hvað mun hugsa þessi þorri, þiiju sem að undir vorri háska-tólin hremma fer? þótt þeir sjái, séu dregnir synir þeirra, beitufegnir gamlir þorskar gleyma sér. Ég hef varla við að draga; Yerði það sona alla daga, meðan nokkur maður rær! Nú er hlaðinn bátur að borði, blessaður unninn nægtaforði; þökk og heiður sé þér sær. III. Uppsigling. Útrænan blíða, sem oft kysstir mig! láttu nú líða yfir leyftur-stig fleyið mitt fríða, svo faðmi ég þig. Reisum tré, svo renni að ósi rangajór, því langar stórum nú að heilsa bæ og búi báruþegn, er stýri gegnir; R. 55 breiðum voð, svo gráan græði getum kvatt, því nóg er setið. Sælla vart er eitt að öllu, enn að sigla heim til kvenna. Bíður kona heima á hlaði, hrædd og fegin seglið eygir, sér að hleypur, hyggur steypist hrannaljón á djúpu lóni; vonin dregur óttinn agar, undan lítur þá og flýtir sér að kyssa sinn að blessa son og minn á rjóðar kinnar. Herðið, drengir! hratt á strengjum, horfði við á goluborða nú að leystust tengslin traustu, teygir blakkur sævar makka; geysa tekur gangi fúsum gnoðin mín um hvíta boða. Sælla vart er eitt að öllu enn að sigla heim til kvenna. Lægjum voðir nú í næði, nóg er sigit, sem fyr var róið, knararstefni vel að vörum víkjum undan sævarríki. Þökkum drottni þeim, er hlotnast það oss lét, að allir getum hraustir borið heim að nausti hlutarval úr fermdum skuti. Baráttan um landhelgina. Orð leikur hér á því að meginþorri þeirra útlendra útgerðarmanna, er senda skip upp hingað að sumrinu til síldarveiða fyrir Norð- urlandi, hafi afráðið að láta skrásetja skip sín sem innlenda eða danska eign. Á þá danski fáninn að vernda þau framvegis fyrir allri áleitni íslenzkra lögreglustjóra og hjálpa þeim til þess að ræna hér í landhelginni eins og fyrri. Sjálfsagt verður afarörðugt að sporna við þessu. Það heflr reynzian þegar sýnt, en

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.