Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1912, Qupperneq 4

Ægir - 01.03.1912, Qupperneq 4
28 ÆGIR. verður mikil eða lítil hlýtur auðvitað að koma frá þeim, sem mestum kolum eyða, því að andmæli gegn einkasölunni, sem nokkurs eru virði, hljóta að byggjast á því, að kolin verði dýrari landsmönnum, og ennfremur má búast við mótspyrnu frá þeim, sem nú hafa með höndum kola- sölu hjer. Aftur á móti má búast við því, að bændur til sveita verði þessu máli hlyntir, þar sem þeim, fyrir sitt leyti, skiftir svo litlu hvort varan verður dýrari, en hins- vegar drjúgur skildingur í landssjóðinn. Fyrir þá hefur málið tvær hliðar glæsileg- ar, önnur sú, að fje þetta lcemur í lands- sjóðinn án þess þeir þurfi að greiða, og hin sú, að hinar fengnu tekjur verja þá fyrir nýjum álögum. Það eru kaupstaðarbúarnir yfirliöfuð og þó sjerstaklega útgerðarmenn bolnvörp- unga, sem liljóta að taka málið til ræki- legrar íhugunar. Eins og við er að búast eru margir með hálfum hug um það, hvort velja skuli þessa aðferð til tekjuauka, og vilja ekki i-æða málið fyr en nefndarálitið er komið fyrir almenningssjónir. Þó hefur hr. Thor kaupm. Jensen skrifað rækilega um málið í 12. tbl. blaðsins »Lögrjettao, 6. mars, er hann málinu algjörlega mótfallinn. Málið hefur gott af því að vera tekið eins rækilega í gegn og þar er gert, því að það knýr menn til umhugsunar um það. í*að versta sem getur komið fyrir svona stórmál, er tómlætið. Vel væri ef einhverjir fleiri af kaup- mannastjett vorri, því að þaðan má þó helst vænta röksemda gegn málinu, vildu koma fram á vígvöllinn. Blaðið »Ingólf- ur« hefur og athugað málið lítið eitt 15. mars. Ægir vill ráða lesendum sínum lil að lesa nefndarálitið gaumgæfilega þegar það kemur út, og laka málinu með varúð og nægilegri tortryggni — því að málið skiftir sjómannastjettina mest — en beit- ast ekki gegn því fyrr en að öllu vel yfir- veguðu. Mun Ægjr taka málið til ræki- legrar yfirvegunar í næstu blöðum. Með ströndum fram. Hugleiðingar eftir Porst. J. Sveinsson. I. Ægir litli! Af því jeg ferðast töluverl um, ber margt fyrir augu mín, og ekki hvað sist tilheyrandi fiskiveiðum og út- veg, leyfi jeg mér að bjóða þjer þessar línur, sem verður samtíningur og sitt- livað, sagt eins og það hefur flogið í huga minn þegar jegsá það, ef það gæti orðið einhverjum til gagns eða gamans. Jeg stóð út á skipi á Reykjavikur- höfn og litaðist þar um. A liöfninni lá fjöldi skipa og voru það mest okkar eig- in kuggar, þessir bjargvættir Reykjavikur íyr og nú, tígulegir ásýndum með sína háu framsiglu, en einkum þó þeir, er dregið höfðu upp segl sín, með flagg í fullum hún, ferðbúnir að leggja á hafið þó tímanlega árs væri, til að sækja meiri björg til bæjarbúa og fleirri. er þess njóta. Mjer virtist nú ekki nema tilhlýðilegt að flestir þeir, er heima áttu i bænum, hefðu sýnt þá hluttekningu þessum hetjum vor- um að draga upp veifu sina og leit því yfir bæinn, en mjer til mikilla leiðinda og undrunar sá jeg þar aðeins tvö flögg, mjer datt strags í hug: Þau hefðu verið fleiri, hefði einhver heldri maður bæjar- ins átt fæðingardag þenna dag. Ekki svo að skilja, að mjer þyki slíkt ótilhlýði- legt, síðnr en svo; heldur hitt, að jeg

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.