Ægir - 01.03.1912, Page 12
Æ G I R .
36.
Heima.
Manntjón og slysfarir á sjó.
Talið er það fullvíst, að þilskipið
»Geir«, eign Edinborgarverslunar, hafi far-
ist. Liklegt að þessi stórfeldi og hörmulegi
viðburður haíi gerst í ofviðrinu mikla 23.
febrúar.
Skipið lagði út með fyrstu skipum
fyrir miðjan f. m., og aldrei komið að landi
siðan, svo til haíi spurst. Skipstjóri var
Sigurður Þórðarson ættaður úr Kjósinni.
Þaulvanur sjómaður var hann, hafði 12
ár verið skipstjóri, hinn vaskasti maður
og góður drengur. Á skipinu voru4 27
menn, sem nú liafa allir látið líf sitt.
Flestir skipverja voru úr Hafnarfirði.
Mennirnir voru:
1. Sigurður Þórðarson, skipstjóri, lætur
eflir sig ekkju og 4 börn í ómegð.
2. Halldór Jónsson stýrimaður, ókvæntur.
Heilsulaus faðir, ekkjumaður með 4
börn ófermd.
3. Sverrir Guðmundsson frá Harðbaia í
Kjós.
4. Guðjón Magnússon, ókvæntur, aðsloð
ujjpgefins föður og heilsulausrar móður.
5. Guðmundur Árnason frá Bíldudal í
Arnarfirði.
6. Jón Jónsson frá Skógum í Arnarfirði.
7. Jóhann Guðmundsson lír Arnarfirði.
8. Ólafur Sigurðsson frá Langholli i Flóa.
í). Magnús Pétursson í Reykjavík, lætur
eftir sig ekkju og ungbarn; ennfremur
fósturbarn og aldraðan tengdaföður.
10. Kristján Einarsson úr Hafnarfirði, læt-
ur eftir sig ekkju og 3—4 ung börn.
11. Þórður Ingimundarson frá Tjörn á
Vatnsleysuströnd, lætur eftir sig ekkju
og barn.
12. Ólafur Nikulásson úr Hafnarfirði, læt-
ur eftir sig ekkju og 2 börn í ómegð.
13. Guttormur Einarsson úr Hafnarfirði,
lætur eftir sig ekkju og 2 börn.
14. Guðni Benediktsson, lætur eftir sig
ekkju og 3—4 ung börn.
15. Þorvaldur Jóhannsson úr Dýrafirði,
lausamaður, lætur eftir sig móður,
sem hann styrkti.
16. Þorkell Guðmundsson úr Hafnarfirði,
lælur eftir sig ekkju og 3 börn ung.
17. Böðvar Jónsson úr Hafnarfirði og
18. Halldór Böðvarsson, sonur hans. Þeir
önnuðust dóttur Böðvars, bláfátæka
ekkju, með 3 ungbörnum hennar.
10. Helgi Árnason frá Eiði á Seltjarnarnesi,
lætur eftir sig heilsutæpa konu, blindan
tengdaföður á áttræðisaldri og 2 syni i
ómegð.
20. Sólon Einarsson úr Hafnarfirði, lætur
eftir sig ekkju og 2—3 börn.
21. Ingvar Pétursson úr Hafnarfirði, lætur
efiir sig ekkju og 2—3 börn kornung.
22. Jóhannes Jóhannesson úr Hafnarfirði,
annar af 2 sonum roskinna foreldra,
er eiga barn i ómegð.
23. Marteinn Guðlaugsson úr Hafnarfirði,
lætur eftir sig ekkju með barni.
24. Sigurður Jónasson bóndi i Ási í Garða-
hreppi, lætur eftir kig ekkju og 8 eða
9 börn í ómegð og háaldrað vanda-
bundið gamalmenni.
25. Magnús Sigurgeirsson vinnumaður úr
Hafnarfirði.
26. Vilmundur Jónasson úr Hafnarfirðí,
einkabarn og einkastoð uppgefins föð-
ur og alheilsulausrar móður.
27. Guðjón Jónsson lausam. frá Bildudal.
Eftir eru um 60 börn munaðarlaus,
14 eða 15 ekkjur og 9 gamalmenni, sem
þessir látnu rnenn veitlu lífsuppeldi og
lifsviðurhald.
Hjer bíður eftir svo mikil sorg og
eymd, að skjótra aðgerða þarf við.
Hjer hlýtur mörg höndin að vinna
Ijett verk að hjálpa hinum bágstöddu
ekkjum, munaðarleysingjum og gamal-
mennum.
Það kvað og vera tekið að efna til
sainskota fyrir atbeina Jens prófasts í
Görðum, Magnúsar sýslumanns Jónssonar