Ægir - 01.03.1912, Síða 15
ÆGIR.
39
(Sjáland«) er mótorskip, brúkar jarðolíu í
stað kola. Það er 370 feta langt, 53 fela
breitt, 30 feta djúpt, 7000 tonn nettó. í
því eru 2 dicselmótorar (kendir við þýsk-
an mann Diesel), sem hvor hefur 1250
hestöfl, 2 hjálparvjelar, sömuleiðis diesel-
inótorar, hvor 250 hestöfl.
Skipið er nú á leið til Austur-Asíu og
hefur reynst mjög vel. Þegar það kom
til London, skoðaði flotamálaráðherra Breta,
Churchill, og 6 aðmírálar skipið, og dáð-
ust að. Líkar voru viðtökurnar í Ant-
werpen i Belgiu. — Það hefur enga
reykháfa. Vjelarnar eru langtum fyrir-
ferðarminni en kolavjelar, láta enn betur
að stjórn, en færri menn þarf til vjela-
gæslu, og rúm það, sem kolaforðinn ann-
ars þyrfti, sparast. Olían er liöfð í segl-
festudúnkum. Þelta skip getur verið leng-
ur í hafi en kolaskip, því að það getur
haft með sjer olíu fyrir langtum lengri
tíma, en kolaskip geta haft kol.
Talið er, að mótorskip á stærð við
»Selandia« spari um 200,000 kr. á ári á
móts við kolaskip.
Ef vonir þær, sein menrt gera sjer,
um þessi dieselvjelaskip, rætast í öllum
greinum, er fyrir höndum stórfeld bylting
í öllum siglingum, sem hefur meiri alleið-
ingar í för með sjer, en sjá má fyrir nú,
einnig fyrir oss íslendinga.
Austur-AsíuQelagið hefur nú í smíð-
um 2 samskonar skip, annað hjá Búr-
mester & Wain, hitt í Skotlandi. Þau
eiga að heita »Fionia« (Fjón) og »Jut-
landia« (Jótland).
í Þýskalandi
hefir verið nú á síðuslu árum unnið
mjög að því að efla fisknej'tslu í landinu.
Fyrir því hefur gengist einkum »Der De-
utsche Seefischereiverein« og nýtur til þess
stjnks af rikisfje. Þegar fjárlögin voru til
umræðu á þinginu 1911, hrósuðu þingmenn
af öllum flokkum stjórninni fyrir þann á-
huga, sem hún hefði á málinu, og einkum
þó herstjórninni fyrir það, hve mjög hún
efldi fiskiveiðaviðleitni Þjóðverja með því
að lögbjóða fiskfæðu til matar handa hern-
um. Sveitamenn þar í landi hafa alt fram
á síðustu ár haft mjög litlar mætur á sjó-
fangi til matar. En kjötverð hefur á sið-
ari árum verið mjög hált þar í landi, og
hefur það orðið til þess, að fólk í bæjum
og akuryrkjumenn til sveita hafa farið að
leggja sig eftir fiski lil matar, og svo hafa
járnbrautatakstar verið lækkaðir og flutn-
ingurinn frá sjávarsíðunni til sveitanna
aukist. í Berlín leggur borgarsljórnin alt
kapp á að greiða fyrir fisksölunni, og þar
voru árið 1911 settir á slofn um 70 fisk-
sölustaðir á koslnað borgarsjóðs.
Þar er eftirsóknin eftir sjófiski svo
mikil, að langtum færri fá en vilja. Það
má og telja víst, að sjófiskneylsla fari vax-
andi hröðum fetum lengra inni i landi, ef
kjötverðið helst jafnhátt sem nú. Norð-
menn, Skotar, Sviar og Danir selja meira
og meira af flski til Þýskalandi með ári
hverju Eru það bætt samgöngufæri, sem
einkum hafa greitt fyrir því. Á hinn bóg-
inn kvarta nú mjög þeir, er stundað hafa
bátafiski i Austursjónum fram með strönd-
um Þýskalands, Vestur-Pommern og Rygen,
yfir því, hve mikið berst að af fiski frá
Norðurlöndum, og heimta innflutningstoll
lagðan á nýjan fisk. Kjötbændur eru honum
hlyntir, en þó er ekki mögulegt að koma
honum í framkvæmd fyr en 1. jan. 1918,
þvi að þangað til gilda verslunarsamning-
ar, sem banna fisktoll. En þó er ekki lík-
legt, að fisktollur komisl á, því Þjóðverjar
veiða ekki nándanærri nóg handa sjálfum
sjer, og elcki er heldur innflutt svo mikið,
sem þarf.