Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 15
ÆGIR 123 og því eðlilega alt leitað í sama horfið aftur. Sjaldan hefur náðst í þá seku, en liafi verið um tjón að ræða á veiðarfærum þá hefur það stundum náðst og verið bætt seint og síðarmeir að einhverju leyti, en fyrir það ijón sem stnfar af því að veiðar- færi hafa ekki verið lögð í sjó fyrir yfir- vofandi hættu að tapa þeirn eða að botn- vörpuskipin hafi sópað upp fiskinum þegar »gangan« liefur komið og hinir ekki fengið neitt, slíkt tjón hefur aldrei verið bætt. Að öðru leyti mætti skrifa um þetta atriði, um yfirgang útlendra og innlendra skipa inni á fiskimiðum báta og eftirlits- vöntun gæsluskipsins, og úrræðaleysi þings og stjórnar, en það verður ekki farið trek- ara út í það mál hjer að sinni, um það þyrfti að slcrifa sjerstaka grein. Hjeraðsstjórnin og einstakir menn liafa hæði á fundum innanhjeraðs og þingmála- fundum bæði að norðanverðum og' sunn- anverðum flóanum marg oft komið með þær uppástungur að fá algjört friðaðan flóann, en eins og hjer hagar til þá hefur það ekki verið hægt. Mörg bestu fiskimið eru fyrir utan land- lielgi, en svæði sem liggur fyrir utan land- helgi er mjög torvelt að fá friðað, því til þess þyrfti að fá samþykki allra þeirra þjóða sem fiskiveiðar stunda. Heyrst haía og raddir í þá átt, að ef íslenski botnvörpuflotinn eykst til muna, þá muni reka að því að nauðsyn beri til þess að tá flóann friðaðan fyrir þeim — því það er hægt með lögum, eins og Eng- lendingar friða Moryflóa fyrir sínum skip- um, og munu að líkindum liarðna kröf- urnar í þá átt, eftir því sem skip þessi fjölga, en eftirlitið fer vonandi að sama skapi batnandi, svo ekki þurfi að grípa til þeirra örþrifaráða. Það verður auðvitað líminn að sýna, hvort þess gerist þörf nð grípa til þessa úrræðis eða hvort annað yrði gert sem verndar rjett smælingjanna, sem dygði bel- ur eða næði eins vel tilgangi sinum. Herra Bjarni Sæmundsson hefur í sam- tali við ritstjóra þessa blaðs drepið á ráð til þess að friða flóann algerl fyrir öllum botnvörpuskipum, — jafnt útlendum sem innlendum, — eða að minsta kosti það af lionum sem mesta nauðsyn ber til, og þ a ð e r m e ð þ v í a ð h 1 a ð a d á 1 í t i n n h ó 1 m a ú r g r j ó t i á h r a u n u n u m í m i ð j u m f 1 ó a n u m, þ a r s e m d ý p i ð er aðeins urn 6 faðmar. Það er svo margt sem mönnum dettur í hug á þessari framfara og umbyltinga öld. - - Þar sem Reykjavíkurbær með hjálp landssjóðs ætlar sjer að byggja mörg hundruð faðma langan garð, sumpart á jafn miklu dýpi og hjer um ræðir, þá er von að slík spurning komi í huga hugs- andi manna, hvort þetta sje ekki frarn- kvæmanlegt, og um leið nái tilgangi sínum. Með hólma sem bygður væri þarna úr grjóti, þá lokaði liann samkvæmt gildandi lögurn mestöllum fióanum fyrir bolnvörpu- skipum. En þar sem þetta væri nýstár- legt fyrirtæki og einstakt í sinni röð, mundi það eftir því sem hann hjelt verða deildar skoðanir um það, hvort slikan liólma, gerðan af manna höndum, bæri að skoða eins og eyju, tilbúna af náttúrunni, eða ekki, en það virðist engum vafa bundið, að þessi hólmi jfrði álilinn tilheyra íslandi, þar sem hann væri bygður af íslenskum mönnum, en hvorki tilheyra Englending- um, Dönum eða Þjóðverjum, svo frá þvi sjónarmiði virtist það ómótmælanlegt að landhelgin yrði íslensk í kringum hann, engu síður en þótt liann hefði risið úr sjó fyr- ir áhrif elds eða annara krafta náttúrunnar. Þetta atriði er vert að lála í ljósi opin- herlega, og að minu áliti ekki svo liáfieygl, að ekkl sje vert að athuga það með ró og stillingu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.