Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 5
ÆGI R 113 raaður nokkur eintök, og var einkaleyfið á þeim auglýst til sölu á sýningarskránni, ljósböju með A. G. A. ljósi frá A/B Gasac- cumulator í Stokkhólmi (sýnandi G. C. Faxe í Malmö), Skamt frá aðalskálanum var sýning á 1 i f a n d i f i s k u m í búrum (Akvarium), og var seldur sjerstaklega aðgangur að henni. Voru það að eins Danir og Svíar sem sýndu þar, því að erfiðleikarnir á því að flytja lifandi fisk Iangt að hafa eflaust gert Norðmönnum það illkleyft. Sýning þessi var í raun og veru mjög merkileg, bæði vegna þess, hve stór hún var og svo vegna þess, að þar var sjaldgæfur kostur á að skoða marga fiska »heima bjá sjer« og enn fremur fá mjög góða hugmynd um klak og uppfæðslu vatnafiska. Þar voru bæði sjófiskar, og ýms önnur dýr úr sjó og vötnum, og var því þannig komið fyrir, að lágt liús var bygt í ferhyrning umhverfis garð, en i stað glugga, og að eins á þeim hliðunum, sem vissu inn að garðinum voru glerrúður, sem voru um leið fram- hliðin á búrunum, sem fiskarnir voru i, en þau voru opin og fjell birtan niður í gegnum vatnið og inn um glerhliðina inn í húsið. Mátti þannig standa fyrir innan og horfa inn í búrið gegnum glerið, líkt og gegnum búðarglugga. Búrin voru eitt- hvað um alin á dýpt og lengd. Svo var sífeldur straumur af vatni og lofti gegnum búrin, en í sjófiskabúrin varð að dæla hreinum sjó utan úr höfn og svo fóðra alt saman. Var þetla æði kostnaðarsamt og erfitt að halda dýrunum lifandi, eink- uin sjávardýrunum, einkam af þvi að hit- inn var svo mikill. Þó átti þetta víst einkum að gefa sýningarnefndinni skiid- inga, vera með öðrum orðum aðal að- dráltar-segull sýningarinnar og dró líka allvel að sjer fólk. Þarna voru sýndar ýmsar vatnafiskaleg- undir á ýmsum aldri, t. d. silungategundir á 1. ári, veturgamlar, tvævetrar o. s. frv., geddur, vatnakarfa-tegundir og aborrar, álar o. fl. Höfðu ílestir þessir fiskar ver- ið aldir upp í fiskatjörnum (Damme) og voru sumir þeirra haldnir af ýmsuin húð- sjúkdómum, sem vilja ásækja fiska, er lifa undir manna umsjón. Auk þess var mik- ið af skrautfiskum, l. d. gullfiskum, er menn hafa sjer til skemtunar í búrum. Ennfremur klakstöð fyrir lax og silung með öllum útbúnaði og laxseiði nýútklak- in. Var undur gaman að sjá hin örsmáu seiði, nýlega laus við kviðpokann, vera að skjótast milli steinanna i læknum (hann var tilbúinn), rjett eins og þau væru úli í náttúrunni. Jeg hef nú minst mjög stultlega á liið helsta, sem mjer hefur fundist ástæða til að minnast á af því, sem var á sjálfri fiskisýningunni. En eilt er þó eftir enn, og það eru b á t a r n i r. Á sýningarsvæð- inu var yfirleitt fremur fátt um báta og skipalíkön, alt annað en var á sýningunni i Bergen 1898, og kom það vist aðallega lil af því, að flestir bátarnir sem sýndir voru, voru vjelarbátar og þess vegna ein- mitt á floti úti á sjálfri höfninni, fyrir ut- an vjelaskálann, svo að það mætti reyna þá þar lausa, enda voru flestir þeirra svo stórir, að hægara var að flytja þá á sjó en á landi. Af seglbátum var fátt, og mátli af því sjá, að menn hugsa nú litið um þá, þeir eru að verða úreltir, en vjel- arbátarnir komnir í þeirra stað, eins og gufuskipin eru komin í stað liinna stærri fiskiseglskipa. Af fiskigufuskipum sá jeg ekkert. Danir eiga sára fált og Svíar fremur fátt af þeim, en Norðmenn urmul af lóðaskipum, eins og vjer könnumst við, en þau voru ekki sýnd, og engir voru þar botnvörpungar. Það hefði farið nógu vel á því, ef einhver af vorum nýju botnvörpungum hefðu sýnt sig þar nokkra daga, t. d. bræðurnir Bald-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.