Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 19
Æ G I R 127 kynna sjer ílskverslnn og sölustaði. Það má liyggja gott til ferðar hans þangað, þvi hann er skýr maður og athugull. Til Englands flytja botnvörpungar allan þann íisk er þeir íiska um þessar mundlr, bæði isvarinn og nolck- uð í salti. Fiskur er í allgóðu verði í Englandi nú og hafa flestir íengið góða borgun fyrir afla sinn. Ægir flytur seinna skýrslu um seldan afla i Englandi. Yegna hafnargerðarinnar tilvonandi, liyggja margir á breytingar á lifs- kjörum sinum og annara gæða; hingað flykkist fjöldi fólks til þess að fá vinnu, svo að liús- rúm gerist helst til of lítið í bænum. Aftur eru aðrir sem hj'ggja á breytingar á verslun — eink- um á fiskverslun,—farnir að íhuga það, hvernig best megi gera sjer arðvænleg viðskifti við út- lenda botnvörpunga, þvi að líkindum mun rekstur þeirra og veiðiskapur nokkuð breytast með hafnargerðinni, jafnvef að þeir leggi afla sinn meira hjer á land en áður og viðskifti og verslun að sama skapi breytast. Auðvitað fer þessi breyting ekki fram á einni svipstundu, heldur smátt og smátt, en öll líkindi eru til að um það leyti sem höfnin er fullgerð og þegar frá líður, muni hjer sem annarstaðar sem slík fyrirtæki eru framkvæmd, aukast viðskifti og annar alvinnurekstur í sfórum stíl. Hafnarmálið, eins og það er nú komið fyrir dugnað borgarstjóra og foflegt fylgi meiri hluta bæjarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur, virð- ist hafa fengið hin heppilegustu úrslit. A hafnargerðinni verður byrjað nú þegar. Rjörgunarbát er verið að reyna að koma upp handa Reykja- vik og er byrjað á samskotum í þessum til- gangi. Regar hið sorglega og mikla slys varð við Viðcy 1906, og höfuðstaðarbúar horfðu á 20 manns drukkna án þess að geta neina björg veitt, meðfram af bátlej'si, þá var þegar byrjað á samskotum i sama tilgangi; en fjeð sem inn kom þá í því augnamiði var samparl varið tif ekkna og munaðarleysingja sem mistu alla forstöðu þá sömu daga í sjóinn, bæði þar og annarstaðar, og sumpart til björgunarbáts. Pað sem inn kom og ákveðið var til björg- unarbáts hefur Iegið óhreyft síðan, en nú hef- ur aftur hreyfing komist á málið, mest fyrir fyrirlestur er hr. landlæknir Guðm. Björnsson hjelt í vor um sjóskaða hjer við land, og er vonandi að nægilegt fje komi inn í þessu augna- miði. Þeir sem gáfu þá til björgunarbáts eru auglýstir í þess árs árgangi »Ægis«. Brlendis. Eiskyerslim Pjóðverja er altaf aö aukast ár frá ári eins og líka fiski- lloti þeirra vex hröðum fetum. Fiskverslun i Gestemunde hefur árið sem leið numið 8,521,492 rikismörkum, eða aukist um nærfelt 900,000 mörk frá árinu 1910. Sardínuveiði við strendur Frakklands hefur verið minni í sumar en að undanförnu og kenna menn það mest ógæftum fyrri hluta vors, en of miklum hitum í sumar. Ressi veiði er mjög mikið stunduð á flóanum milli Frakklands og Spánar (Biskayílóa). Aftur liefur botnvörpuveiði scm stunduð hefur verið þar i sumar, gefið góðan arð, sá fiskur hefur mest verið ílultur til Parisar og Sviss. 207,500 kr. veila Norðmenn aðeins til að halda vikuferð- um milli Prándheims, Björgvinar og Nýjakast- ala á Englandi, fyrir árið 1912, og er það ein- göngu gert með tilliti lil þess að flytja síld og fisk ískældan og saltaðan á milli. Lög um sölu á uýjum fiski eftir vigt. Petta er nýtt fyrirkomulag, sem Norðmenn vilja fá lögleitt hjá sjer. Eins og margir munu ef til vill vita, er fiskur við Lófót mestmegnis á vetrum seldur nýr af skipsfjöl til fiskikaup- manna eftir stykkjafjölda — i'yrir einhverja á- kveðna auraupphæð hver fiskur. Kvartanir um gæði fisksins frá fiskikaupmönn- um hafa komið þessari hreyfingu á stað. En þó er rnjög mikil mótspyrna á móti þessum ný- mælum, og er vafasamt hvort það kemst i fram- kvæmd. Einkum eru það útgerðarmenn í Ala- sundi og nærliggjandi fiskiverum sem einna ákafast andmæla þessu fyrirkomulagi, segja með því sjeu íiskimenn neyddir til að afhöfða og slægja iiskinn um borð, og það lefji .tyrir yeið- unum. Pað mælti auðvitað gleðja Islendinga, að frændur þeirra, Norðmenn, yrðu ekki ot stórstigir á umbætur á hirðingu sinni með fisk og alla verkun, því þeir eru nógu skæðir keppi- nautar þó þeim lærist seint að gera hann að jafngóðri vöru.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.