Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 2

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 2
110 Æ G I R skránni1) var auglýst þesskonar vjel (Netz- knúpfmaschine) frá Heidenreich & Harbeck í Hainborg. Norðmenn hafa fyrir nokkr- um árum fundið upp litla vjel af þessu tagi fyrir handafl (kostaði líkt og prjóna- vjel). Jeg gat hennar í »Ægi« og tek þetta fram hjer, af því að jeg álít, að tími sje kominn til fyrir oss að liugsa um að ríða sjálfir eitthvað af þeim mörgu sildarnetum, sem vjer þurfum árlega, í stað þess að borga stórfje í vinnulaun til útlendinga. Af öðrum hlutum inni í aðalsalnum hefði verið ástæða lil þess að minnast á h j ö r g u n a r b á t frá Gautaborg, með full- um útbunaði; en Bjarni Þorkelsson, skipa- smiður, sem var einn af þeim fáu lönd- um, er lcomu á sýninguna, hefur minst svo rækilega á hann í skýrslu sinni (Lög- rjelta, 48. tbl. þ. á.), að jeg álít óþarft að ljölyrða um hann, einkum þar sem jeg er lionum samdóma i liugleiðingum hans um björgunartækjaleysið hjer á landi. I’að var svo margt saman lcomið af hin- uin ólíkustu munum í aðalsalnum, bæði ætum og óætum, veiðarfærum, áhöldum, verjum og einkum af ýmiskonar afurðum, fiski, lýsi, áburðarefnum og ekki síst ýmsu niðursoðnu, að það vrði nóg efni i stóra bók, að segja frá því öllu. Flest af því voru eílaust vandaðir hlutir, en að því er mjer fanst, gamalþekt og jeg sje litla á- stæðu til þess, að fara að fjölyrða um það frekara en jeg hef þegar gert, enda þyrfti sá að vera »fagmaður« í hverju einu, sem ætli að tala um það af viti, og oft er það reynslan ein, sem fyrst getur kveðið upp áreiðanlegan dóm um einstaka liluti, því að dómar manna, sem spurðir eru um það geta oft verið mjög gagnstæðir. Áður en jeg skil við aðalsalinn, skal jeg 1) Slcrá þessi er mjög fjölbreytt, með ýmis- konar fróðleik neðanmáls og mörgum merki- legum auglýsingum. Hún er nijög verð pess að eiga hana, ef fengist. Verð 25 a. geta þess, að tveir menn sýndu íslenskar afurðir i þessum sal (í dönsku deildinni), H. P. Duus og Niðursuðuverksmiðjan »ís- land« (P. Bjarnason) ísafirði. Duus sýndi saltfisk, lýsi og sundmaga og svo ljós- myndir af fiskverkun, mjög snoturlega fyrirkomið og flest gullfallegar vörur, enda fjekk liann gullmedalíu fyrir. Verksmiðj- an »ísland« sýndi þar skamt frá, fallega upp sett, niðursoðið fiskmeti í dósum við hliðina á færeyskri niðursuðuverksmiðju, en af því að jeg smakkaði ekki á neinu af því sem sýnt var, get jeg ekki dæmt um gæði þess. Verksmiðjan fjekk bronzi- medalíu. Meðfram allri framhlið aðalskálans voru nokkru minni lierbergi. í þeim var eink- um sýnt ýmislegt er laut að veiðiskap í vötnum, bæði frá Noregi, Danmörk og Sviþjóð, svo sem klakáhöld, og fiskræktar- úlbúnaður fyrir ýmsar vatnafiskategundir, og fiskarnir sjálfir (dauðir). Ennfremur, og þó mest með Ijósmyndum, fiskatröppur, uppgöngutröppur fyrir lax og niðurgöngu- tröppur fyrir ála. Einkum voru sýndar margar laxatröppur úr sænskum ám, enda standa Svíar fremstir Norðurlandaþjóðanna í vatnaveiðum; þeir eiga og mest af vötn- um og ám og þeim fiskiauðugum (i Vánern var aflinn 1910 627000 kr. virði). Hjer á landi er nú sem stendur ekkert gert að fiskaklaki, nema það litla sem Mývetningar eru að gera tilraunir með það hin síðuslu ár, svo að það er engin ástæða til þess að fjölyrða um það, enda hafa ekki verið fundin upp nein ný klakáhöld á síðari ár- um (vatnafiskiklakið orðið svo gamalt, að það er komið i nokkuð fastar skorður), og þeim fiskum, sem um er að ræða hjá oss (laxi, urriða og bleikju) má klekja með sömu aðferð og áhöldum. í einu af þessum hliðarherbergjum höfðu Norðmenn hvalveiðasýningu og var þar margt fróðlegt að sjá fyrir Dani og Svía.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.