Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 8
Æ G I R
11(5
1912, bar lílið á mótorum. Alt, sem jeg
skrifaði um mótora á þeirri sýningu, var
þetta: »Þar (o: á dönsku sýningunni í Björg-
vin) var líkan af kútlaranum »Ellen«, sem
var hjer við land í sumar við kolaveiðar.
Hann er nýr, með hjálparskrúfu, knúðri með
steinolíuvjel, sem liefur 20 hesta afl. IJótt
Danir væru all-ánægðir með þessa vjel,
þá hefir steinolíuhreyfivjelin enn ekki unnið
almenningshylli. Hún þykir vinna ójafnt
og óáreiðanlega í ókyrrum sjó, og hætt
við eldsvoða af henni, jafnvel.« Síðan eru
líðin 14 ár, og margt hefur breyst.
Það lítur út fyrir, að Danir haii lljótt
skilið, bvað i steinolíugangvjelinni bjó, sem
hreyfivjel í skipum; þeir voru (ásaml Sví-
um og Ameríkumönnum) fyrstir manna til
þess að selja hana í fiskibáta, og þar með
var byrjunin gerð til hinnar miklu byltingar
i rekstri íiskiveiða, sem sýningin í sumar
átti að sýna, og oss hjer á landi er svo
vel lcunnugt orðið, því að vjer lærðunr
íljótt af Dönum að taka upp mótorbáta
til fiskiveiða.
Nú hafa Danir stígið annað og stórt
spor í sögu mótoranna, þar sem þeir nú
á tveim siðuslu árum hafa sett á flot þrjú
stór-skip, sem ganga fvrir mótorafli, og er
það bein afleiðing af endurbót Knudsens
á Díesel vjalinni. Skipið »Selandia« hefur
víst vakið meiri athygli, en nokkurt ann-
að skip sem hlaupið hefur af stokkunum
siðan gufubáturinn Clermont (fyrsta gufu-
skip heiuisins) komst á ílot árið 1807
(nema ef vera kynni fyrsta skrúfuskipið
og fyrsti kafbáturinn).
Jeg sá tvö hluti á sýningunni, þeir voru
seltir livor nálægt öðrum mitt i dönsku
deildinni í aðalskálanum, en ekki í vjela-
skálanum, þar sem þeir áttu þó helst
heima, sem mjer þóttu einna merkilegast-
ir. Annar var fyrsti »Dan«-mótorinn, sem
hafður var í íiskibát í Danmörku — hann
hefði sjálfsagt ekki fengið há verðlaun,
sem mótor nú — og hinn var líkan af
hinu fræga skipi »Selandia«. Hvorttveggja
fanst mjer vera merki um nýtt tímabil í
sögu skipsmótoranna.
Læt jeg svo úttalað um vjelasýninguna
sjálfa, en skal að lokum ganga út að höfn-
inni og lita yfir vjelaskipa (mótorskipa)
flotann, sem lá þar í tjóðri við hafnar-
vegginn.því að sú sýning var tengd vjela-
sýningunni. Voru t. d. sumar gangvjel-
arnar að eins sýndar sem hluti af skip-
inu. Þar voru sýnd milli 60 og 70 skip
og bátar af ýmsum stærðum og með
margskonar lagi og ekki nærri alt fiski-
skip, þvi að sumt voru skemtibátar, toll-
gæslubálar o. s. frv. Fiskibáta eða fiski-
skútur, sem sjerlega meðmælaverðar fvrir
oss, sá jeg þar engin, en það var ein
skúta samt, sem jeg vildi minnast dálítið
frekara á, (B. Þork. gerir það líka), ekki
svo mjög vegna sjálfrar skúlunnar, heldur
vegna þess, að hún var botnvörpungur (í
smáum stýl). Svíar hafa sem sje stundað
botnvörpuveiðar í Kattegat og Skagerrak á
mótorskútum og gengið allvel að sögn.
Skúta þessi var 50' löng og mjög breið,
14 tonn, með »Avance«-vjel, c. 20 HK;
liún hafði að eins vörpu á annað borðið
(og gálga að eins þeim megin). Jeg fann
skipsljórann að máli. Hann sagði mjer að
varpan væri 90' á vídd (botnstrengur
(footrope)) og verð á henni 250 kr., en
lilerarnir 125 kr., garnið var á við H/a
pds. línu að gildleika og barkað. Ljet
hann vei yfir þessum veiðum og sagði þær
borga sig vel. Sagði hann að svona veiði
hefðu menn stundað þar 5—6 síðustu ár
og að fiskað væri á alt að 50 faðma dýpi.
Ekki væri ólíklegt, að svona löguð veiði-
aðferð gæti einnig borgað sig hjer, og væri
ef til vill vert að fiskiveiðasjóðurinn styrkti
einhvern efnilegan mann til utanfarar (ef
með þyrfti) til þess að kynna sjer þessa
veiðiaðferð lil hlýtar. Kanske svona löguð