Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 14
122
Æ G I R
Um friðun á faxaflóa
fyrir botnvörpungum.
Botnvörpuútvegurinn liefur, eins og raenn
vita, aukist og magnast ár frá ári, bæði
af innlendum skipum og útlendum og er
það síst furða þar sem fiskimiðin hjer eru
svo stór og víðáttumikil og auðug af þorski
og öðrum fiskitegundum svo slíks mun
vart dæmi annarstaðar; skilyrðin fyrir
bolnvörpuveiðum eru hjer líka meiri og
Ijetri en annarstaðar, i fyrsta lagi af því
að fiskmergðin er mikil, víðáttumikil og
eftir árstíðum auðug fiskimið, í öðru lagi
hotnslag og dýpi víðast livar heppilegt, og
í þriðja lagi eftirlitslílil lögregla á sjónum.
Alt þetta gerir botnvörpuskipum gott til
fanga fremur lijer en annarstaðar.
Þegar botnvörpuskip komu hingað fyrst
frá Englandi, þá reyndu þau tijer í Faxa-
llóa; staður sá þótti svo vel hentugur,
grunn mikil og veðursæld, og skýli fyrir
sjógangi meiri en fyrir opnu hafi, enda
hefur það reynst svo, að þessi flói hefur
dropið drjúgt þessuin skipum mciri part
ársins; óhætt má fullyrða að alt að helm-
ing ársins hefur mikið af botnvörpuskipa-
flota þriggja slórvelda: Engh, Frakka og
Þjóðverja með fleirum, skafið djúpt og
grunt þennan flóa, mismunandi mikið eftir
því livernig fiskigöngur liafa hagað sjer.
Þegar lítið hefur verið um fisk þá hafa
nokkrir þeirra horfið sem snöggvast á
braut, til þess að koma þess fleiri, ef lifnað
liefur yfir aftur.
Svona hefur það gengið ár eftir ár, og
mun að líkindum ganga svo á næstu árum.
íslendingar hafa, sem betur fer, eignast
botnvörpuskip líka, og þau hafa eðlilega
hagað sjer »fiskilega« — eins og það er
kallað á máli fiskimanna, — og skafið hjer
botninn líka.
í sambandi við þetta getur maður ekki
annað en ininst þess, hve afar ólieppilegt
það er, að einmitt þessi llói skuli vera
svona ásótlur af bolnvörpuskipum, þar
sem annar fiskiútvegur er hjer rekinn í
svo stórum stíl sein ekki þolir það að
þessi hrikavaxni útvegur sje rekinn á sama
sviði, nema að hinn tapi við það meira
eða minna.
Neta-, línu- og haldfæraveiði frá smá-
hátum, þilskipum og mótorbátum er ekki
liægt að reka á sömu fiskimiðum sem
botnvörpuveiði, nema því að eins að þeir
verði undir í samkepninni, og þótt ekki
kveði mikið að tjóni á veiðarfærum, sem
ávalt er þó nokkurt, og ekki sje fiskað frá
botnvörpuskipum inn i grynstu fiskileitum,
þá verður raunin sú, að afli minkar og'
hverfur alveg hjá liinum smærri fleytum
þar sem hinir fiska líka. En þegar ör-
yggi með veiðarfæri hverfur, og það geng-
ur jafnvel svo langt, að liinir fátæku íiski-
menn á smærri fleytunum treysta sjer ekki
til að leggja veiðarfæri sín í sjó livorki
djúpt eða grunt fyrir áhættunni með að
missa þau algert, þá er komið í óefni, og
þá er það sem kvartanir og spurningar
hafa risið jafnliarðan um það, hvort ekki
sje hægt að reisa skorður við þessu, með
því að fá betri landhelg'isvörn eða jafnvel
algerða friðun á llóanum.
Betri landhelgisvörn! hefur verið lirópað
af fiskiinönnunum ár eftir ár, og við slönd-
um jafn nær, það hafa að sumu leyti verið
teknar kröfur þeirra til greina, sýslumaður
og stjórnarráð hafa gert sínar ráðstafanir,
það hefii verið símað í Valinn og hann
stundum komið, hafi hann verið viðlátinn
og athugað staðinn sem tjónið hefur verið
framið á, eða þar sem ólögleg veiði hefur
verið framin, og jafnvel hafst við í nokkra
daga hæði á höfnum inni og á varðbergi
einhversstaðar i flóanum, en svo orðið frá
að hverfa aftur um lengri eða skemri tíma,