Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 1

Ægir - 01.10.1912, Blaðsíða 1
5. árg FiskisýDingin í Kaupmannahöín sumariö 1912. Eftir Bjarna Saimiindsson. (Niðurlag). Inni í aðalskálanum var einnig sýnt mjög margt af ýmiskonar veiðarfærum og veiðarfæra-líkönum (Modeller), sem ekki voru mjög rúmfrek, björgunaráhöldum, siglingafræðis-verkfærum, nokkuð af smá- bátum og skipa-líkönum, olíufatnaði, riiat- vælunr og ýmiskonar öðrum útbúnaði til sjóíerða, aflaskýrslum og öðrum hagfræð- islegum skýrslum, oft í myndum (grafisk- um), en langmest bar þar á allskonar fisk- afurðum, og var mörgu þar svo snildar- lega fyrirkomið, að unun var á að horfa. Jeg skal t. d. nefna hús, er Fjelag síldar- slórkaupmanna í Kristjaníu sýndi. það var alt úr fiskafurðum, stoðir allar og veggir úr síldartunnum, þak úr saltfiski, gluggar og gluggaumbúnaður úr lýsisglösuni og niðursuðudósum. Einkum var norska deild- in þarna mjög fyrirferðarmikil og marg- breytileg, og var auðsjeð, að Norðmenn vildu þar sýna, að þeir væru fremstir í fiski- veiðum, eins og þeir lika eru, þegar litið er á aíla og atorku eingöngu, eins og þeir líka standa mjög framarlega í niðursuðu og hagnýtingu úrgangs. Sýndu lijer bæði heil fjelög (einkum úr Noregi) og einstakir menn eða firmu. Mörg þessara nafna eru vel þekl hjer heima, eru enda góðkunn 10 og II. víða, og fara sýningu frá sýningu og geta sjer alstaðar góðan orðstír; þau þurfa í rauninni eigi að vera að sýna, því að vör- ur þeirra eru víðast til sýnis í þeim versl- unum, þar sem þesskonar vörur eru á boðstólum. Jeg skal til dæmis nefna neta- verksmiðjurnar »Danmark« í Helsingjaeyri, Köbenhavns mekaniske Net- og Garnfabrik (N. P. Utzon) Mariendalsvej 55, Köben- havn F., Den norske Fiskegarnsfabrik, Kristiania, Sjóklæðaverksmiðju Chr. Möllers, Amaliegade 43, Kh., Matvöruverksmiðjuna A/S De danske Vin- og Konservesfabrikker, J. D. Beauvais, Lyngbyvej 83, Kh. L. og niðursuðuverksmiðjurnar: Chr. Bjelland og Co., Stavanger, Grebbestads Konserves- fabrik, H. C. Ivindberg, Grebbestad, Sví- þjóð og Sveriges forenede Konservesfabriker, A/B Forshell Götaborg. Allar þessar verk- smiðjur, cr jeg nefndi hlutu hæstu viður- kenningu (heiðursskírteini[Æresdiplom] eða gullpening), nema Möller silfurpening). Hj. von Seheele & Wingárd, Ake, (iregrund, Svíþjóð, sýndu meðalalýsi, unnið úr sels- lýsi og á að geta komið i stað þorskalýsis. Annars var eðlilega margt af því sem var miður þekt, en vert að benda á og gæti orðið oss að liði. Jeg vil t. d. nefna s í 1 d a r k v e r k u n a r v j e 1 (með handafli) frá Bryn Jernstöberi og mek. Værksted, Kristiania; jeg lief áður minst á þessa vjel (i Andvara 1906, bls. 141, neðanmáls) og væri verl fyrir síldveiðendur vora að kynna sjer betur kosli liennar. Neta- riðsvjel sá jeg þar enga, en í sýningar- ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. . Reykjavik. Okt. og nóv. 1912. |Nr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.