Ægir - 01.02.1914, Qupperneq 1
7. árg,
/ r
Arsfundur Fiskifjelags Islands.
Fiskifjelag íslands hjelt ársfund sinn 3.
þ. m. í húsi K. F. U. M. í Rvik. Á fund-
inum munu hafa verið um 90 manns;
það var sjálegur hópur, en offáir sjó-
menn sjást á þessum fundum Fiskifje-
lagsins, eins og áður hefir verið drepið
á og er það illa farið.
7 fulltrúar frá deildum út um land,
voru mættir á fundinum; sýnir slikt mik-
inn áhuga, að leggja á sig örðugt ferða-
lag um hávetur, til þess að geta mætt,
enda þakkaði forseti fjelagsins Matthías
þórðarson þeim fyrir komuna og þakk-
læti áttu þeir skilið.
Forseti setti þvi næst fundinn, Krsti því
yfir, að hann væri löglega boðaður og
dagskrá símuð til deildanna. Fundar-
stjóri var kosinn Hannes Hafliðason og
ritari Sveinbjörn Egilsson.
Forseti skýrði síðan ýtarlega frá störf-
um stjórnarinnar á hinu liðna ári og
gerði grein fyrir högum fjelagsins. Hann
gat þess einnig i ræðu sinni, að hinir 2
erindsrekar fjelagsins væru komnir, en
óvist hve nær erindrekastarfið erlendis
kæmist á, því undirtektir til samskota
hefðu verið daufar. Ró komu fram lof-
orð um styrk frá Fiskideildum, sem hann
las upp. Staðan er þvi óveitt enn og
umsóknarfrestur lengdur um óákveðinn
tíma.
. 2.
Ísvarnargarð fyrir Ölfusárósi fjekk fje-
lagið Jón verkfræðing þorláksson til að
gera áætlum um; átti þessi garður að
varna ísreki úr ánni. Jón Þorláksson
áætlaði að það mundi kosta 49 þúsund
krónur og því ókleyft verk nú sem stendur.
Mótorbátahöfn í Þorlákshöfn var hr. Jóni
Þorlákssyni einnig falið að gera áætlun
um; er sú áætlun hans eigi fullgerð og
verður eigi fyr en að vori komanda.
Aflaskýrslur hefir stjórnin lagt drög fyrir
að sendar verði á skrifstofu fjelagsins úr
öllum veiðistöðum landsins, er svo til
ætlast, að þessar skýrslur komi mánað-
arlega á skrifstofuna og verða þær svo
festar upp í bænum, þar sem allir geta
lesið þær.
Skýrslur um verðlag á íslenskum afurð-
um, hefir hún einnig gert ráðstafanir til
að fá hálfsmánaðarlega, frá þeim stöðum
erlendis, þar sem fiskiafurðir héðan eru
seldar; verða þær skýrslur einnig festar
upp og símaðar út um land.
Tvær Fiskideildir eru nýstofnaðar, önn-
ur í Vestmanneyjum, fjelagsmenn þar
56; hin í Vogum, fjelagsmenn 14; eru
því deildir alls 15.
Fjölmennust er Fiskideildin »Framtíð-
in« á Eyrarbakka, hún telur um 220 fje-
lagsmenn, enda munaði um á fundinum
er fulltrúi hennar greiddi atkvæði, því
hvert atkvæði hans gilti jafnt og 22 hefðu
greitt.
ÆGIR
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS
Reykjavik. Febrúar 1914.
Nr