Ægir - 01.02.1914, Síða 4
16
ÆGIR
fram úr öðrum i þekkingu á öllu því,
er að atvinnuvegi þeirra lýtur, en því
fer nú ver, að það er ekki svo, og er
það því að kenna, hve litið þeir sjá fyrir
sjer af öllu þvi, er framför snertir, menn
koma sjer ekki að því að spvrja sig fyrir
og margt annað tálmar framförum hjer.
Til framfara má telja að hafa fleytur
sinar vel úr garði gerðar, bæði að útliti
og að öll áhöld fylgi, sem minkað getur
hæltuna á sjónum. Fallegir bátar, vel
málaðir með snotrum seglaútbúnaði,
bera vott um þrifnað og honum fylgir
fleira gott og væru því þjóðinni allri til
sóma. Þegur sjera Oddur Gíslason ferð-
aðist um landið og gaf sinar góðu bend-
ingar um bjargráð, þá var hann að vinna
sjómannastjettinni hið mesla gagn, en
hvernig var því tekið. Hann skoraði á
sjómenn að brúka lýsi, sem meðal, til
þess að lægja sjóinn; sumir fóru að hans
ráðum en sumir ekki og var ekki laust
við að sumir gerðu gys að honum fvrir
þetta. Hans ráð voru því eigi annað, en
það sem hann vissi að aðrar þjóðir not-
udu og kom hvervetna að góðu haldi.
Síðast i fyrra sjest eitt hið besta dæmi
þess, að hann fór með engan hjegóma;
það var þegar hið stóra skip »Volturno«
brann úti á reginhafi; björgun á fólki
varð fyrst framkvæmd, þegar skip eitt
var komið fram á sjónarsviðið, svo
vel byrgt, að það gat dælað i sjóinn 50
smálestum af olíu, sem það dreyfði í
kringum hið brennandi skip, í lygnunni
sem af þessu varð, komusl bátar að skip-
inu og björguðu farþegum og skipshöfn.
Það er ekki hægt að dæma um, hvort
sjera Oddur hefir gert mönnum örðugt
fyrir, með þvi að skora á þá, að láta
smiða bárufleyga og annað er hann ætl-
ast til, að fjdgi skipum, en svo mikið er
víst, að hefðu menn alment trúað á þetta
ráð, mundu bárufleygar vera víðar, en
þeir eru nú.
Þegar verslunarráðið í Dunkerque á
Frakklandi hjet verðlaunum árið 1889,
til þess að fá órækar sannanir fyrir nyt-
semi olíu á sjó, þá voru keppinautarnir
um verðlaunin, skipstjórarnir á hinum
mörgu fiskiskipum, sem árlega fara til
íslands snemma árs og hreppa hin verstu
veður. Hæstu verðlaunin voru 720 kr.
og þau fjekk skipstjórinn á skonnortu-
skipinu »Perle« fyrir eftirfylgjandi úr-
lausn: í ofsaroki, þegar við ekkert varð
ráðið, voru tveir pokar fyltir upp tánum
köðlum, tuskum og olíu, hengdir sitt á
hvort borð um miðju skipsins; nálega í
sama augnabliki kyrði sjóinn svo, að úr
því gekk engin alda yfir skipið, jafnvel
þótt undirsjór hjeldist. Nálægt 1 Va pott-
ur af oliu nægði að kyrra sjóinn í 2
stundir. Þyki mönnum þessi aðferð
einfaldari, þá er að viðbafa hana,
en umfram alt farið ekki lýsislausir í
róður. Sá styrkur er sjera Oddur fjekk
til ferðalaga sinna, mun að mestu hafa
komið fra útlöndum. Hann var því að
vinna islenskum sjómönnum gagn, en
borgunin fyrir það kom frá útlöndum og
rit hans hafa til skamms tíma sjest not-
uð sem umbúðapappir í húðum. Þann-
ig litur dæmið út, en ekki er það fallegt.
Eitt af beim áhöldum, sem algerlega vant-
ar á báta hjer, er það, er kalla má rek-
dufl; á dönsku heitir það Drivanker, á
ensku Seaanchor. Ef lil vill þekkir ein-
hver þessi orð og áhaldið, þá er það gott.
Þetta áhald fylgir öllum björgunarhátum
og má hæglega fá að athuga það á gufu-
skipum, sem bingað koma, ef menn vilja
sinna þessu og skilja ekki lýsingu þá er
hjer fer á eftir.
Rekdufl getur verið með ýmsu lagi og
kalla má alt rekduíl, sem gerir sama