Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1914, Side 6

Ægir - 01.02.1914, Side 6
18 ÆGIR vegar útbúnaður allur, eins og sjómaður áliti hann bestan. Hann notaði rekdufl oft á þeirri ferð, og þakkar þvi, að miklu leyti, að ferðin tókst. Betra er að hafa reynt rekduflið i bærilegu veðri, áður en það er notað i stórviðri. Allar frekari upplýsingar velkomnar á skrifstofu Fiski- fjelagsins. yíttavitinn -- compas. Með þessari yfirskrift er grein i síðasta tölublaði »Ægis«, eftir ritstjóraun, hr. Sveinbj. Egilssen. Tekur greinarhöfundurinn þar rjetti- lega fram hve áttavitinn er mikilvægur sjófarendum og að hann ætti að vera til á hverri lleytu, jafnt opnum bátum og þilsldpum. Þetta verður aldrei um of brýnt fyrir sjófarendum, en þá jafnframt það, að hafa áttavita, er treysta má ef á reynir, því það gefur að skilja, að betra er að hafa engan áttavita heldur en áttavita, sem er þannig, að segulnál hans snýst ef til vill eins mikið og skipinu er snú- ið, eða því sem næst. Um þetta efni mætti og ætti að skrifa meira, enda býst eg við að gera það áð- ur langt uin líður, en af þvi aðalefni greinar þessarar á að vera um annað efni, þá sný jeg mjer að því. Herra Sveinbj. Egilssen stingur upp á þvi í tjeðri grein, að »sjómenn læri að nefna öll strykin á ensku, sleppi þessari övissu sem þeir eru i um bvað hvert strvk heiti, og noti hið eina mál sem þekkist alstaðar og skilst um allan heim, enskuna«. Ut af þessari uppástungu höf. datt mjer í hug að hálfskringilega mundi það lita út að þýða stýrimannafræðina á islenzku, er jeg vona að verði innan margra ára, en nefna þar allar áttir á ensku og þá öll stryk áttavitans á ensku. Jeg vona að þeir verði ekki margir, sem fallast á slíkt og heldur ekki hr. Svb. E., þvi það væri til stórminkunnar fyrir málið og þá stjett, sem við þá málablöndun ætti að búa. Nei, þessi uppástunga vona eg að fái ekki fylgi annara íslendinga en hr. Svb. E., enda efa jeg mjög að hann í alvöru vildi fylgja þessum ensku nöfn- um fram, þótt hann ætti að ráða yflr skipi, til þess tel jeg hann of mikinn íslending að jeg' ætli honum ekki slikt. Um óvissuna á strykaheitum áttavitans er jeg beldur ekki sammála hr. Svb. E., en annað er það að málið á þeim er miður golt, það er að mestu danska eða hún aflöguð, en skiljanlega er það af því að stýrimannafræðiskenslubók okkar er á dönsku, og i henni læra menn þá átta- vitastrykin ádönsku; í meðferðinni verða svo sum strykin nefnd á íslensku, nefnil. aðal-stryk öll og millum-aðalstryk, en strykin á millum þeirra verða svo meira og minna nefnd á dönsku. Og jeg þyk- ist viss um að það sje þetta sem vaki fyrir hr. Svb. E. og fyrir þvi hafi hann stungið upp á að nefna áttavitastrykin á ensku. En það er ekki rjetta leiðin. Vjer eig- um að reyna i þessu sem öðru að end- urbæta sjómálið og leggja þar fram krafta vora með tilslyrk þeirra, sem vjer vitum að vilja styrkja oss og eru einna færastir til þess. Að þessu á nú hinn nýji rit- stjóri »Ægis« að styðja og það þvi frem- ur, sem telja má víst að hann vilji koma sjómannamáli voru á fegurri islensku, en vjer nú, því miður, eigum að venjast. Af því jeg tel mjer skylt að vinna að öllu er lýtur að endurbótum á stjórn-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.