Ægir - 01.02.1914, Síða 16
28
ÆGIR
Pýskalandi, Hollandi og Rússlandi; auk
þess voru ýmsir aðrir á fundinum, sem
áhuga höfðu á því er ræða skyldi.
Á fundinum var skýrt frá, hvernig
sildarveiðar fóru fram áður fyr og hvern-
ig nú væri farið að veiða sildina. Botn-
vörpuskipin væru farin að sigla inn í
síldartorfurnar með vörpur sínar, alt
tæki varpan bæði fullorðna síld og ung-
viði, og þegar svo varpan væri dregin
upp, væri hörmung að sjá hvernig smælk-
ið rynni gegn um möskvana, er þeir
gliðnuðu. Ekki nóg með þetta; þeir
sem þetta ljeku væru ekki ánægðir með
aíla þann, sem hin almenna varpa gat
tekið á móti og vildu hafa meira; voru
þvi búin til net, sem tóku miklu meira
en hinar almennu vörpur og í þau fjekst
ógrynni af síld, en þetta net tók einnig
óþroskuðu síldina — hin fullorðna kramd-
ist af þyngslunum, var lleygt, eða farið
með hana i land og hún notuð sem á-
burður. í5að hefir horið við, að síldar-
veiðaskip þessi hafa flutt afla sinn i land,
þegar nægur fiskur hefir verið fyrir, og
ekkert orðið úr honum. Þetta áleit fund-
urinn mjög hættulega veiðiaðferð, því
það væri ómögulegt annað, en að sildar-
veiðar ger-eyðilegðust þar sem svo margt
ungviði er drepið og eyðilagt og ófyrir-
sjáanlegt, hve margir tækju að stunda
slíka veiði.
Kom öllum, sem mættir voru, sam-
an um að stemma ætti stigu fyrir þessu
og var borin upp lillaga er hljóðaði um
það, og var hún samþykt. Frakkarsendu
engan fulltrúa á fundinn, en þar var les-
ið upp brjef, er sagði frá, að 10. janúar
hefði fundur úfgerðamanna verið haldinn
í Boulogne sur-Mer, og á honum álykt-
að, að banna skyldi þessa áðurgreindu
veiðiaðferð, þó væri botnvörpuskipum
eigi bannað að flytja síld á land, ef þau
fengju síld í vörpuna, en sanna yrði þau
að ekki hafi það verið ásetningur að
veiða síld, en hún þeim óafvitandi kom-
ið í vörpu þeirra. Mun því varla líða á
löngu, áður en lög verða gefin út, er
með öllu hanna þessa veiði, með áður-
greindum veiðarfærum.
Loftskeytatæki á skipum.
Erlendis er nú mikið rætt um að koma
loftskeytatækjum á sem flest farþegaskip;
hefir verið stungið upp á að flokka skip-
in, eftir því hve fullkominn sá útbúnað-
ur væri. Ekki mun líða langur timi,
þar til flest botnvörpuskip hafa loftskeyta-
tæki. 2—3 frakknesk botnvörpuskip, sem
hjer hafa fiskað við land hin síðustu ár-
in, hafa haft þennan útbúnað.
Loftskeylin eru þegar húin að sýna
nytsemi sína, til þess að bjarga mönnum
úr sjáfarháska og innan skamms mun
það verða skilyrði, til þess, að nokkur
vilji ferðast með skipi, að slík áhöld
sjeu á því.
Fiskiveiðar Englendinga.
Árið sem leið, mun hafa verið hið
mesta fiskiár, sem komið hefir á Eng-
landi. 1. desember voru komnar á land
af alls konar fiski 15,308,921 vættir og
fyrir það fjekst 9,249,213 £; er það
1,362,649 vættum meira en komið var á
land um sama leiti árinu áður (1912).
Af þessum afla eru 2,471,209 vættir þorsk-
ur og fjekst fyrir hann 1,546,571 £. Síld-
in sem veiddist var 7,106,668 vættir og
fyrir hana fengust 2,220,255 £. Svo koma
Skotar; á sama tíma hafa þeir aflað
7,007,961 vættir af alls konar fiski og
hafa fengið fyrir hann 3,551,164 £, þar af
er þorskur 815,168 vættir og fjekst fyrir
hann 418,013 £: af síld fengu Skotar
4,397,006 vættir og fjekst fyrir hana
2,062,088 £. Þetta eru háar tölur og
eftir er þó einn mánuður ársins.
Prentsmiðjan Gutenlierg.