Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1915, Page 12

Ægir - 01.01.1915, Page 12
10 ÆGÍ R Vjelin var sjerstaklega aflmikil og bátur- inn sjálfur svo ramger, sem frekast má vera. Hann var eign formannsins, Magnúsar Þórðarsonar, að mestu leyti. Mun hann hafa átt 4/s hluta bátsins, en aðrir V® hlutann með honum. Báturinn var vátrygður i fjelagi Vestmanneyinga fyrir 5944 kr., og ábyrgist Samábyrgð Islands helming vátryggingarupphæðar- innar. Við Sljettuklöpp. Slys þetta vildi til rjett við land. Urð og klettar eru miklir fram undan ldöppinni, sem er suður af Kirkjubæ, og lending er þar mjög tor- veld. Báturinn var á að giska 5 faðma frá landi, er brotsjórinn skall á hann. Dýpi þar á staðnum mun vera 15—20 faðmar. Eins og ofl áður i Veslmanneyjum, voru margir staddir á landi rjett þar hjá, sem báturinn fórst. Engin orð fá lýst tilfinningum þeirra manna, sem verða að sjá kunningja sina og fjelaga drukkna, án þess að liltök sjeu lil þess að koma við nokkurri björgun. Það iolk sem býr i Vestmanneyjum, er orðið vanl því að hafa dauðann svo að segja ætíð fyrir augum. Hann er orðinn æði dýrkeyptur stórþorskurinn, sem árlega kemur á land í Eyjunum. Fáar vertiðir hafa verið svo á enda þar, að ekki hafi einhver »orðið eftirtc, einhversstaðar langt úti i hafi — að ekki hafi einhverjum verið búin vot og köld gröf á þeim stöðvum, sem aðrir leita á lil bjargar. Hvergi er sjávarútveg- urinn jafn erfiður og þungur og í Vest- manneyjum. Engin atvinnugrein hjer á landi er eins hæltuleg og sjóróðrar úr Eyjunum. Dauðinn er þar nær en nokk- ursstaðar annarsstaðar hjer á landi. En Vestmanneyingar eru ætíð jafn táp- miklir og ótrauðir, og munu óviða i heim- inum íinnast betri sjómenn. A klöppinni við Kirkjubæ stóð margl fólk og horfði á, aðgjörðalaust með öllu, en reiðubúið til þess að veita hjálp, ef þess væri liostur. Allir mennirnir hurfu i sjónum. — Skömmu seinna fór annar vjelbátur þar fram hjá, en þá var »Fram« sokkinn. Að eins eitt dufl ílaut á öldunum, og sýndí staðinn, þar sem fimm röskir sjó- menn höfðu drukknað. (»Moigunbl.«). Námsskeið. Frá mörgum af stærri fiskiþorpum landsins hafa komið fram þær óskir, að eitthvað væri gjört til þess, að gefa stjórnendum smærri sldpa og báta tækifæri til, að fullkomna sig betur í sinni grein, því eins og allir vita út- heimtist einhver kunnátta til þess, að alt geti farið sómasamlega úr hendi. í þessum tilgangi hefur Fiskifjelag fs- lands með aðstoð deildanna tekist að koma á stofn námskeiði eða skóla, sem haldinn var á ísaflrði. Námskeiðið byrj- aði 1. október, var sagt upp 14. nóvem- ber. Þ. e. a. s. hann stóð yfir i rúmar 6 vikur. 20 nemendur sóttu námskeiðið, og á því var kend mótor-vjelfræði, al- mennar siglingareglur; einnig voru haldnir nokkrir læknisfræðislegir fyrirlestrar. — Þó nú tíminn sje stullur í samanburði við þann tima, sem aðrir skólar standa yfir, þá vona jeg samt, að hann hafi orðið mörgum að góðum notum. Fiskifjelagsdeildin á ísafirði var búin að undirbúa þetla námskeið á besla hátl, og á hún þökk þar fyrir ásamt bæjar- stjórn ísafjarðar, scm lánaði þinghús bæjarins ókeypis til kenslu. Þeir sem aðallega sóttu námskeiðið voru ísfirðingar sjálfir, er þvi útlit fyrir, að menn vilji ekki kosta miklu lil sjálfir, þar sem þeir ekki sækja námskeiðið fyr en það er komið upp i hendurnar á þeim, en tæplega verður hægt að halda nám-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.