Ægir - 01.01.1915, Qupperneq 15
ÆGIR
13
Auk síldar þeirrar, er söltuð var til
útflutnings, segir blaðið, að mörg þúsund
tunnur hafi gengið til sildároliuverksmiðj-
anna, og þær sje eingöngu reknar af
Norðmönnum.
Til Noregs voru lluttar alls 110327
tunnur af isl. sild.
Hve mörg norsk skip stunduðu sild-
veiði við ísland, verður ekki sagt með
vissu, en eftir því sem kunnugir menn
segja, má álíta, að um 116 skip norsk,
hafi tekið þátt í veiðunam, og fiskuðu
þau sild fyrir hjer um bil 1,400,000 kr.
Talið er, að ai' þessum skipatjölda hafi
71 guluskip stundað herpinótaveiði, og
hafi veiði þeirra numið 1,065,000 kr.
Þorskveiðarnar segir blaðið að hafi
gengið betur i ár en 1913, en miður en 1912.
Alls varð aflinn 57,9 miljónir, en 1913
var hann 41,2 milj., og 1912 62,4 milj.
Fiskiveiðarnar í Lofoten og Tromsö-
amti voru langl undir meðallali, en aftur
fiskaðist óvenjuvel í Raumdalsamti og
nyrðra Bergenhusamti.
Vegna hins háa verðs á öllum fiski,
telja Norðmenn, að árið haíi orðið golt
meðalár.
Framleiðslan af meðalalýsi varð 57171
hektolítri. Úr 12585 hektolítrum af lifur
voru bræddar ódýrari lýsistegundir.
Goluframleiðslan varð alls 60480 hekto-
lítrar.
Sildveiðar Norðmanna í Norðursjón-
um voru mjög litlar i ár, og fara mink-
andi með hverju ári. Alls er talið að
þeir haíi í ár fiskað þar síld fyrir
46600 kr. að frádregnum tunnum og salti.
Árið sem leið voru hjer að veiðum
frá Frakklandi:
40 botnvörpuskip frá Boulogne s/m
6 —»— — Fecamp
1 —»— — L’Havre,
og auk þeirra um 70 seglskip.
V erslunarfrj ettir.
Kaupm.höín 12/1 1915.
Árið 1914 hafði Norðurálfustríðið af-
armikil áhrif á vöruverðið. Sumar út-
lendar vörur hækkuðu ákaflega í verði.
Sumar íslenskar vörur hækkuðu einnig
óvanalega mikið, einkum ull og að
nokkru leyti skinn. En þetta kom mönn-
um svo á óvart að menn höfðu minna
gagn af því en skyldi, því þegar verðið
var orðið tiltölulega hátt, seldu flestir
fyrirfram og þorðu ekki að eiga undir
að varan hækkaði meir, enda gat lika
hugsast að hún gæti fallið aftur, t. d.
vegna útflutnjngsbanns sem vofað hefur
yfir o. 11. Ýmsir umboðsmenn notuðu
tækifærið, eftir þvi sem varan hækkaði,
til að kaupa vörur beina leið, svo þeir
gætu grætt sem mest á þeim. En i
flestum tilfellum heíðu þó vörueigendur
borið meira úr býtum við að láta um-
boðsmann sinn selja vöruna. í öllu falli
hefði verið heppilegra að síma umboðs-
manni áður en varan var seld öðrum.
Fiskur hefur síðan snemma í nóvem-
ber verið mjög lítið eftirspurður, og' ligg-
ur því afarmikið óselt af fiski hjer nú.
En nú síðustu dagana virðist vera kom-
in breyting á þetla til hins betra, og það
er nú talið vist, að boð muni fást í fisk
hjer um bil á þessa leið:
Saltfiskur fullverkaður, stór 85—88,00,
smáfiskur 75—78,00, ýsa 65,00, Labra-
dorfiskur 65,00, keila 52,00, upsi 42,00,
hnakkakýldur stór fiskur 90—95,00 milli-
fiskur 10 kr. minna. Sje fiskurinn ekki
fullverkuð príma vara, er hann lægri.
Sallfiskur óverkaður, stór 60—62,00 og
aðrar fiskitegundir óverkaðar hlulfallslega.
Lýsi hefur einnig hækkað síðustu daga
og er sem stendur: Þorskalýsi ljósl 50,00,
brúnt 42,00, dökt 40,00, meðalalýsi 60,00
hver 105 kíló. Hákarlalýsi 55,00 pr. 100
kíló. Eftirspurn allgóð og fremur líkur
fyrir hærra verð síðar.
Síld. Af henni liggja óseldar um 10
þús. tunnur. Eftirspurn lítil. Hæsta boð
sem fengist hefur er 18 au. kíló.