Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1916, Síða 6

Ægir - 01.08.1916, Síða 6
98 ÆGIR mundu ná réttri lendingu, og tókst það að eins 4 skipum frá Þorkötlustöðum, sem höfðu róið austur á bóginn og leit- uðu fyrst lands. Eitt skip þaðan náði með herkjum Járngerðarstöðum. Fyrir öllum hinum var um að gera að ná Staðarhverfi eða Víkunum. Þorkötustaða- skipunum hinum og einu úr Járngerð- arstaðahverfi tókst að ná Staðarhverfi; engin hinna náðu landi fyrir austan Stað- arberg og urðu því að leita lendingu á Vikunum og lánaðist það flestum. 3 sem náðu best, lentu þar sem heitir Jögunar- klettur (»Klelturinn«), og 5 þau næstu nokkuru utar (vestar), þar sem heitir á Háleyjum (gömul verstöð?), og farnaðist þeim öllum vel, því að mönnum tókst að bjarga þeim með heilu og höldnu undan sjó, enda var þar mannafli nógur þegar fyrstu skipin voru lent. Þetta gerð- ist á fjórða timanum. Tvö skip til, sem ætluðu að ná Háleyjum, en höfðu fatl- ast, urðu að lenda upp á von og óvon þar sem heitir á Krossvikum og undir Hrafnkelsstaðabergi, austan á Reykjanes- tá, og brotnuðu i spón, af því að þar er stórgrýtt mjög og súgur var nokkur orð- inn þar við land, en enginn maður meidd- ist. Eitt skip enn af þeim, sem ætluðu að ná Háleyjum, en braut eina ár, náði ekki lendingu austan við Skarfasetur (Reykjanestána eystri), en hleypti upp á lif og dauða upp í urðarbás einn vestan við Skarfasetur. 1 sama bili og skipið steytti, skall yíir ólag, sem kastaði því flötu og skolaði 8 mönnum útbyrðis, en formaðurinn og annar maður til gátu haldið sér föstum og gengið þurrum fót- um á land þegar út sogaði, en hinum öllum hafði sjórinn skolað upp ómeidd- um, og mátti það heita furðulegt, en skipið brotnaði i spón. — Ef til vill hafa menn sloppið svo vel hjá öllum meiðsl- um og slysum undir þessum erfiðu kring- umstæðum, af því að Grindvikingar eru alvanir að bjarga sér i brotalá og illum lendingum. Nú voru eftir 4 skip, öll úr Járngerð- arstaðahverfi, þau sem dýpst höfðu róið, eða höfðu minsta seglfestu; þau náðu ekki nær, en undir Skarfasetur. Eitt þeirra ætlaði að freista að ná lendingu í kerl- ingarbás, undir Reykjanesvita, en náði ekki svo langt og hrakti undan. Tveim hefði ef til vill tekist að hleypa upp í Skarfasetur og bjarga mönnunum; fjórða náði aldrei svo langt. Bar þá um sama leyti svo til að það sást til skips, ekki mjög langt undan, út og suður af Skarfa- setri. Það var kúttarinn »Ester« úr Reykja- vik, skipstjóri Guðbjartur Ólafsson. Hafði hann komið austan af Selvogsbanka um daginn fullur af fiski og ætlaði til Reykja- vikur, en er hann kom á móts við Stafn- nes, var veðrið orðið svo mikið, að hann sneri við til þess að leita sér skjóls í Grindavíkursjó. Kom hann nú þarna, eins og kallaður, þar sem öll von virtist annars úti, og tóku nú öll skipin það ráð að leita út til lians og héldu þvi undan sjó og veðri til hafs og gekk nú ferðin greitt þótt hvorki væri siglt ué róið, veðrið og straumurinn nægðu. Þegar »Ester« varð vör við ferð skip- anna, feldi hún þegar forseglin, sneri upp í og hafði þegar allan viðbúnað til þess að taka á móti hinum bágstöddu skipum. Var það ekki vandalaust verk, þar sem hún var stödd langt úti á hafi, hér um bil mitt á milli Eldeyjar og lands, á Eystrastreng Reykjanesrastar, í stór- sjó, stórviðri og hörku frosti, svo að varla varð við neitt ráðið og kúttarinn undir sifeldum áföllum. x Björguninni var hagað þannig, að skip- unum var lagt, jafnharðan og þau komu, upp að miðri skipshliðinni á kulborða,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.