Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1916, Page 10

Ægir - 01.08.1916, Page 10
102 ÆGIR búast við að ýmislegt geti borið að hönd- uni, sem orsakaði það, að bátar næðu ekki landi þegar skyldi og því fleiri sem bátarnir verða, við þvi fleiri slysum má búast gangi það, sem hingað til hefur gengið. Vjelamenn eru misjafnir eins og aðrir menn og reynsla og kunnátta margra þeirra er af skornum skamti og djarft er þar teflt, þegar óreyndir menn eru settir til að gæta vjelarinnar á bát, sem hel'ur ekkert annað en vjelina á að treysta; ljeleg segl, engar árar, engan andþófsstjóra og yfirleitt ekkert annað en vjelina i höndum eins manns, sem að visu getur komið henni á stað og borið á hana, en ekki gjört við neitt, sem aflaga-fer. Mótorbátarnir eru það stórir nú orðið, að á hverjum þeirra ættu að vera 2 vjela- menn, og eigi 2 að vera á þeim stóru, sem afbera mikið, ætti engu siður að vera 2 menn, sem kynnu með vjel að fara, á hinum minni bátum. Það getur auðveldlega komið fyrir, að vjelamaður hrökkvi útbyrðis jafnt og aðr- ir á mótorbát. Sje hann sá eini, sem þekkir vjelina, hvað tekur þá við? Fiskiveiðar eru nú orðnar svo hjer við land, að að þeim verður að hlynna, og um leið hlynna að þeim, sem þann at- vinnuveg stunda. Veiðarfæri eru hjer orðin að mestu hin sömu og aðrar þjóðir nota og veiðiaðferðir likar, alt það hefur komið frá útlöndum, þvi mjer vitanlega hafa íslenskir fiskimenn ekkert veiðarfæri fundið upp, að undanskildu þvi, sem vjelstjóri Sigurjón Kristjánsson hefur fundið upp, en sem til þessa hefur eng- inn gaumur verið gefinn, sem eflaust stafar af því, að Sigurjón er islenskur, en ekki af þvi, að veiðarfærið sje ekki þess vert, að það sje reynt. Þar eð nú öll veiðarfæri og áhöld eru útlend og nýtísku, þvi er þá ekki haldið lengra og málinu um nýtísku björgunar- skip i það minsta haldið við, rætt i blöð- um og ritum, sem gæti orðið til þess, að framkvæmdir yrðu og að því væri kipt í rjett horf. Jeg hef nú einn ritað um þetta mál bæði í »Lögrjettu« og »Ægi«, og undar- legt þykir mjer sje jeg hinn eini af öll- um sjómönnum landsins, sem finnist björgunarskip vanta hjer. Margir menn, sem ekki eru sjómenn, hafa rætt þetta mál við mig, sagt mjer að halda áfram að skrifa um þetta; þeir hafa skilið, að hjer verður slíkt skip að koma, og mjer vitanlega á enginn þeirra neinn frænda eða vin, sem slundar sjó, en frá sjó- mönnum sjálfum hef jeg ekkert heyrt, ekki sjeð eina linu í nokkru rili, sem tæki í sama streng og jeg, og veit jeg þó, að fjöldi sjómanna eru vel rilfærir og þekki suma vel, sem eru það. Er þelta af kæruleysi, eða eru eignir og lif manna svo lílilsvirði í þessu landi, að alt megi drasla áfram i hugsunarleysi? Kostnaði má ekki um kenna, því um hann munu fáir hugsa, það sýna best hin miklu mólorbátakaup á þessu ári, þar sem alt er dýrara en það hefur áður verið, og verður máske aldrei eins dýrt aftur að eignast fleytu. Mín meining var aldrei sú, að skipið væri keypt þegar í stað, þvi bæði vissi jeg að slikt skip mundi litt fáanlegt á þessum tímum, nema með afarkostnaði, en alt verður að hafa sinn undirbúning, og hjer þurfa menn langan tíma til að »bræða« slíkt, en ekki datt mjer í hug, að jeg mundi verða sá næsti, sem skrif- aði um þetta mál, bjóst við að einhver annar mundi slyðja málefnið með því að skrifa um það í blöðin og þannig halda því vakandi, einkum þegar jeg minnist samskotanna lil björgunarbáts eftir Ingvars-strandið. Þá þutu menn upp

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.