Ægir - 01.08.1916, Side 11
ÆGIR
103
og skutu saman fje, en enginn bátur
kom þó, enda rjett, því björgunarbátur
gat beðið bjer í 20 ár án þess hans yrði
þörf. Þyrfti bans með annarsstaðar, var
ekki hægt að hreyfa bann eða koma
honum þangað, þvi sjeu slikir bátar ætl-
aðir til þess að íæra þá stað úr stað
verður vegur að vera svo, að vagn sá,
sem þeim er ekið á, komist þann veg
með byrði sína, þvi slíkir bátar eru
þungir og sýnir setningur Grindvikinga
best, hvernig slikur ílutningur á björg-
unarbát mundi verða og hve fljótt hann
kæmi á vettvang, og langa setninga yfir
grýttan veg þola þungir bálar ekki til
lengdar.
Þegar jeg ritaði um björgunarskip í
fyrra skiftið, þá gat jeg þess, að skip
þetta mætti nota til annars, þann tíma
úrs, sem veðrátla er góð og dagur lang-
ur og var þar flutningur á því, er til vita
þarf, sem vakti fvrir mjer. Það er stuttur
hmi, sem sá flulningur er framkvæman-
legur. Vitum fjölgar árlega og viða hagar
svo til að ólendandi er nálægt þeim nema
í einmuna líð, og bátar til slikra flutn-
iuga á þeim tíma árs, lítt fáanlegir. Það
mun hr. Th. Krabbe kannast við, sem
befur veg og vanda af þessu, og í vor
var nálega ómögulegt að útvega bát tíl
flutninganna.
Ymsar leiðir eru bjer enn ómældar
upp, sem þó er farið að nota og fleiri
verða þær. Þetta ætti einnig að vera eitt
ui aðalstörfum björgunarskipsins.
3ú var tíð lijer á landi, að vitar þóttu
óþarfir, nú beimta menn þá. Nú eru
leiðir og lendingar látnar eiga sig og á
uýjum leiðum geta orðið slys; sá timi
getur einnig komið, að heimtað sje, að
þaer verði mældar upp. Hve margar
vikur, sem nú liggja ónotaðar fyrir Norð-
urlandi geta eigi verið orðnar miklar
fiskistöðvar eftir 5—6 ár? Inn á þær
sigla dýr skip um ómælda leið, hvað
segir vátryggingin um það? Nú er Þara-
látursfjörður seldur og hver víkin verður
næst á boðstólum?
Menn munu hugsa, að eitt björgunar-
skip muni ekki nægja, en einn er hver
einn, og á þeim tíma árs (vetrarvertíð-
inni), sem það helst mundi starfa að
björgun og umsjón með hagsmunum
fiskimanna, þá er bátafjöldinn mestur
við Suðurlandið; því auk þeirra báta,
sem hjer eiga heima, koma liingað bátar
úr öðrum sýslum landsins til að stunda
veiðar á Suðurlandsmiðum á vetrarver-
tíðinni, og því hlyti aðalstöð þess að
vera við Suðurland.
Kæmist málefni þetta svo langt áleiðis,
að einhverjar framkvæmdir yrðu og um
skipakaup væri að ræða, þá verður að
muna það, að skip þetta verður að vera
sterkt og gott og landið, sem eflaust yrði
eigandi slíks sldps, ætti ekki að sinna
tilboðum um ósjeða skipsræfla, ekki trúa
hverjum einum fyrir slikum kaupum.
Yrði það að vera svo, vegna peninga-
leysis, að ekki fengist nýtt skip, þá mun
heppilegasl að leita fyrir sjer hjá frönsku
eða ensku stjórninni, hvort í þeirra eign
væri eigi til skip, sem hentug gætu talist
til fyrirtækisins. Skip stjórnanna er ávalt
smíðuð úr besla efni, ákveðin til notk-
unar vissan árafjölda og eru þá stundum
fáanleg til kaups, og geta enst lengi, en
um það er nógur timi að tala og verði
nokkrar framkvæmdir i þessu, má vart
búast við þeim fyr, en að striðinu loknu.
Að endingu vil jeg visa til greinar um
björgunarskip í aprilblaði Ægis þ. á. Að
sameina þessi þrjú verk, björgun, flutn-
ing lil vita og uppmælingar á leiðum,
mun ekki úr vegi, þar eð skipið væri
ætlað til umsjónar og framkvæmda hags-
muna fiskimanna og um leið útgerðar-
manna.