Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1916, Side 14

Ægir - 01.08.1916, Side 14
106 ÆGIR sje gott og gefi gróða, að sjálfsagt sje að hið næsta verði það einnig. Eftir hin frjósömu árin, konia hin hörðu, það verða menn að hafa í huga og búa sig undir«. Þannig farast Noi'ðmanninum orð, hann beinir þessum orðum að löndum sínum. Eigum við enga þingmenn, sem vildu beina slíkum orðum lil almenn- ings hjer og sanna með tölum eins og Noi'ðmaðurinn gerir, hvernig útlit er hjer. Er nokkuð hjer gert í þá átt til þess, að vissa fáist fyi'ir, hvort veiðarfæri muni fáanleg fyrir næstu vertiðarbyrjun. Sú vissa verður að fást áður en menn fara að búa sig út að öðrum nauðsynjum til fiskiveiða, því verði þau ófáanleg, þýðir ekki að hugsa um róðia; þá má með rjettu segja, að þá verði að leggja árar í bát. Hjer er svo margt, sem þarf að benda á, og ætti enginn að liggja á liði sínu, sem hefði eitthvað fi'am að bera, er þjóðinni gæti orðið til þrifa. Fi'jóv- sömu áx'in hafa nú vei'ið og eru nú máske að liða og eftir þau koma hin hörðu ái'in. Til þessa höfurn vjer Islend- ingar vai'la vitað af ófriðnum, en erum nú eftir 2 ár farnir að skilja og finna, að þeir atbui'ðir sjeu að gerast i heim- inum, sem geti einnig gert okkur lífið örðugt. l5að eina, sem almenningur hefur fund- ið til, er skortur á kraftgóðri fæðu, en það er að nokkru sjálfskaparvíti og van- þekking. Hvei'svegna eru síldveiðar stundaðar hjer við land? Til þess að koma sild- inni á heimsmarkaðinn sem verslunar- vöru til manneldis og fá hana borgaða með peningum. Það eru siðaðar þjóðii', sein borga hana dýrum dómum og sækj- ast eftir að fá hana vegna næringargildis, því síld er góð og holl fæða. Hjer er nú loks fai'ið að rita um það í blöðin, að tími muni kominn til þess að ná í nokkr- ar tunnur af sild til skepnufóðurs, en ekki sjest neitt enn, sem hvetji menn til að ná sjer í síld til matai'. Sildai'olíu- verksmiðjur hafa borgað frá 3—6 kr. fyrir málið af síld. Gefi þær 6 krónur fyrir málið, þá er síldin góð og mikið af þeirri síld, sem verksmiðjurnar kaupa er full- boðleg mannafæða væri meðferð góð, og á síldveiðastöðvunum mætti oft gera bestu matarkaup, að eins að það kom- ist inn hjá mönnum, að hjer væi'i ekki að eins um skepnufóður að ræða. Það verður að alhuga þetta atriði. Maður, sem sendur væri til að kaupa síld til manneldis frá ýmsum hygðarlögum, með- an á veiðum stendur, gæli komist að bestu kjörum, en útbúinn í slika ferð yrði hann að vera, bæði með tunnur og annað. Matsmenn kasta frá þeirri síld, sem þeim ber, samkvæmt hinum föstu reglum, sem þeir verða að fylgja, en sú sild getur þrátt fyrir það verið til matar, likt og ágætis saltfiski oft er fleygt frá, vanti á hann sporðinn þegar um send- ingar til útlanda er að ræða, en fiskur- inn er ætur fyrir þvi. Það ætti að vera kominn sá tími, að menn færu að hirða ýmislegt, sem nota mætti til fæðis og fæst á landinu sjálfu, þegar komið er svo langt að það fer að verða ábyrgðarhluti, hvernig við fæðum börnin okkar. Þau þurfa að hafa sað- sama og næringarmikla fæðu, þau eru að vaxa upp og fá þann þrótt, sem gerir þau fær um, síðarmeir, að standast erfiði og þunga lífsins, en hvað gefum við þeim að borða? Alt hið ódýrasta og versta sem hægt er að fá, því vanþekking og dýrtíð leyfa ekki annað og sjerviska okkar full- orðnu, sviftir þau næringarmikillar fæðu, að miklu leyti, vegna þess hve miklu er fleygt, sem nota mætti, af þeirri rótgrónu

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.