Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 6
66 ÆGIR munað sé, að sá maður, er segja skal fyrir verki, verður fyrst að læra starfið sjálfur, það er hann á að segja fyrir um, og á þessi regla jafnt við sjómannsstörf sem aðra vinnu. Sá, er hygst að verða skipstjóri, verður þannig fyrst að vera háseti, bátsmaður, stýrimaður o. s. frv., verður með öðrum orðum að kunna sjáifur hvert það verk, er vinna skal á þiljum uppi. Rá loks getur hann orðið sliipstjóri, en ekki fyr. Eðlilega gengur mönnum misjafnlega að komast upp í hin æðri sætin, og sumir ná þangað al- drei sem kunnugt er. En Árna sál. gekk þetta ofurvel; tók hann öll sín próf með lofi, og leysti svo vel af hendi öll störf, að hann var orðinn skipstjóri 1902, að mig minnir, á 23. ári, og mun það hafa verið einsdæmi þar um þær mundir, að útlendur maður kæmist svo skjótt og greiðlega upp í skipstjórasessinn. Og í skipstjórastöðunni fékk Árni fyi’st notið sin til fulls. Snemma hafði þótt bera á því, að hann var hverjum manni gleggri á fiskimið, og minnugri á afla- sæla bletti, enda sást það þegar í fyrstu ferð hans, er hann aflaði jafn vel þeim, er hepnastir voru, og gekk svo jafnan upp frá því til dauðadags; má með sanni segja, að honum brjrgðist aldrei afli eina einustu legu, enda keptu útgerðarmenn mjög um að fá hann á sldp sín. Fiskaði hann nær alla ævi hér við land, en þó nokkuð í öðrum höfum, t. d. Gandvík, og mun tvímælalaust hafa verið allra skipstjóra kunnugastur fiskimiðum hér umhverfis alt land. Nokkuð vinnuharður mun Árni sál. hafa þótt, að minsta kosti hin fyrstu skipstjórnarár sín, en þó var hann eink- ar vinsæll af skipverjum sínum, og vildu þeir ógjarna frá honum fara; var hann og í öllu vel til þeirra, þótt eigi væru stórvirkir, ef hann sá, að þeir lágu eigi á liði sínu, en ekki kembdu þeir hær- urnar í skiprúmi hjá honum, er sannir urðu að leti og sérhlífni. Eg man vel eftir manni nokkrum öldruðum, er lengi var með Árna. Hann var næsta lítilvirk- ur, en sauðviljugur; átti og ómegð mikla heima, og vildi því fyrir hvern mun halda skiprúminu; kvaðst og Árni ekki mundi láta hann frá sér fara meðan hann stýrði skipi og hinn vildi vera. Það ræður að likindum, að slíkur afla- maður sem Árni var, hafi unnið fyrir miklu kaupi, en þó var hann ekki svo fjáður, sem ætla mætti, og bar einkum tvent til þess: Hann var höfðingi í lund, og hélt sig vel að öllu og veitti vinum sínum kappsamlega, og Ájni átti marga vini bæði hér og ytra. Hitt var annað, að hann mátti ekkert aumt sjá, og gaf fé á tvær hendur og sást oft ekki fyrir. Mörgum lánaði hann og, er sumii greiddu en aðrir ekki, eins og gengur, en Árni krafði engan, og ekki vildi hann taka við fé aftur af þeim, er hann vissi, að fátækir voru. Gleðimaður var Árni mikill, og kunni margt til skemtunar; hafði hann ferðast allvíða, og tekið vel eftir og nam og mundi, að eg hygg, hvað eina, er hann sá eða heyrði; þannig kunni hann t. d. mestu kynstur af kvæðum og sögum ís- lenzkum og enskum. Árni var í hærra lagi meðalmaður, gildur vel og kominn á sig manna bezt, enda afburðamaður að hrej'sti; ekki dáfriður, en svipmikill og vandist einkar vel. Hann var fyrir nokkrum árum kvæntur Ingi- björgu Stefánsdóttur, skipstjóra Pálsson- ar, og lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum þeirra. Var heimili þeirra hið prýðilegasta og gestrisni frábær, sem margir munu lengi minnast, er til þeirra komu í Hull; voru þau hjón mjög samtaka í því sem öðru að taka

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.