Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 11

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 11
ÆGIR 71 þó vont væri. í fjóra daga sáum við ekki land vegna dimmviðris sem var afskaplegt og þar eftir frost, svo skipið þess vegna var orðið mjög illa útlítandi. Loks á fimta degi komust við til Fáskrúðsfjarðar við illan leik, og mun þá hafa verið mörg hundr- uð tonn af ís utan á skipinu, enda sögðu menn þar á staðnum að þeir hefðu aldrei séð skip líkt þessu að útliti. Farþegum mun flestum hafa liðið vel, þó Ægir væri úfinn. Þessi ferð mun hafa verið erfið fyrir skipshöfnina, en þó sérstaklega skip- stjóra, sem að mestu leyti mun stöðugt hafa verið á verði. Þessi ferð var, sem margar aðrar ferðir til Norðurlands á vetr- um, mjög erfið og hættuleg. Öll vorum við ánægð yfir því að vera komin í góða höfn, þreylt eins og við vorum eflir sjóvolkið. Á Fáskrúðsfirði vorum við einn dag og var tíminn notaður til að berja ísinn af skipinu svo ferðafært yrði. Hér fréttum við að ís væri landfastur fyrir öllu Norður- landi, og þvi óhu'gsandi að komast þang- að, og hugðum við það rétt vera, því heil- an dag vorum við að hrekjast innan um hafis. Eg símaði því stjórn Fiskifélagsins um hvar komið væri og fékk svar þegar eg kom til Sej'ðisfjarðar þess efnis, að reyna að koma á námskeiði á Austurlandi eða Vestmannaeyjum. Eg álti tal við stjórn Fiskifélagsdeildarinnar á Seyðisfirði um þetta, og hugðu þeir miklum vandkvæð- um bundið að koma á námskeiði nú á Austurlandi, vegna þess að enginn undir- búningur hefði verið gerður, einnig mundi hafa orðið erfitt um kol. í Vestmannaeyj- um mun tíminn einnig hafa verið óheppi- legur, því vertíð var byrjuð og mundi þess vegna engin þátttaka hafa orðið. Þegar hér var komið, var ekki annað að gera en að snúa til baka og fara heím aftur, eða fara landveg norður til Akur- eyrar, en þann kostinn tók eg samt, þó ó- vanur væri eg landferðum að velrarlagi i miklum frostum. Þann 18. janúar fór eg frá Seyðisfirði með austanpósti áleiðis til Akureyrar, á- samt tveim öðrum farþegum af Lagarfossi, þeim Páli Einarssjmi verzlunarmanni og Jónasi Jónssyni kennara frá Hriflu. Fyrsta dagleiðin, sem var frá Seyðisfirði til Eg- ilsstaða, gekk ágætlega, en frost var mikið, c. 30 stig. og við fremur óvanir því til að byrja með. Hafði eg hest meðferðis, en hann kom að litlu liði, því kuldinn var svo mikill að maður varð að ganga lil að halda á sér hila. Næsta dagleið var að Fossvöliutn, þriðja að Hvanná, þann dag var iðulaus slórhríð með 30 st. frosti eða meir, fjórða dagleiðin var að Skjöldúlfs- stöðum, sem eru undir Möðrudalslieiði; þar varð pósturinn sjálfur eftir, hann hafði kalið á leiðinni, aðallega fyrsta daginn. Fylgdarmann hans kól einnig, þó væri það mikið minna. Á Skjöldúlfsstöðum fékk pósturinn því mann fyrir sig til Möðru- dals, sem var erfiðasta dagleiðin á allri ferðinni, yfir Möðrudalsheiði vorum við í 1372 klst. og vorum við fegnir að kom- ast í Möðrudal. Frá Möðrudal til Gríms- staða er líka löng dagleið, fórum við hana á c. 10 klst.; veður var fremur gott og frost ekki mjög mikið. Á Grímsstöðam var Akureyrarpóstur fyrir og fengum við fylgd með honum alla leið til Akureyrar. Sjö- unda dagleiðin var frá Grímsstöðum að Reykjarhlíð við Mývatn, áttunda að Grenj- aðarstað, en á miðri þeirri leið fórum við Jónas frá Hriflu aðra leið og skildum við póstinn, en ælluðum að verða á leið hans aftur. Við fórum því yfir heiðarnar að Hriflu sama dag. Þar vorum við um kyrt einn dag og náðum svo pósti aftur næsta dag í Ljósavalnsskarði, og vorum honum samferða til Akureyrar. Við höfðum verið 10 daga alls á ferðinni. Á allri þeirri ferð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.