Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 22

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 22
82 Æ Eiríkur Kristófersson ... 98 stig Friðrik Steinsson ... 108 — Guðm. Guðjónsson ... 76 — Guðm. Markússon ... 104 — Hannes Friðsteinsson ... 94 — Ingjaldur Jónsson ... 102 — Ingólfur Helgason ... 94 — Ingvar Benediktsson ... 93 - Jens Stefánsson ... 101 — Jón Ásgeirsson ... 80 — Kristbjörn Bjarnason ... 85 — Kristján Schram ... 93 — Magnús Bjarnason ... 107 — Ólafur Þorkelsson ... 91 — Rafn Sigurðsson ... 101 — Sigurður Jónsson ... 97 — Snæbjörn Jónsson ... 89 — Snæbjörn Tr. Ólafsson ... 102 — Þórður Guðmundsson ... 91 — Þórður Sveinsson ... 66 — Þorlákur Einarsson ... 95 - Þorvaldur Egilsson ... 88 — Fiskiskipstlóraprófið tóku 8 og hlutu þessar einkunnir: Baldvin Sigmundsson ... 74 slig Einar Jóhannesson ... 50 — Guðj. Hjörleifsson ... 48 — Halldór Jónsson . . 79 — Ingvar Loftsson ... 62 — Siguróli Tryggvason ... 64 — Vilhjálmur E. Árnason — 61 — Þorst. Gíslason ... 56 — Einn af þeim, sem ganga ætluðu undir fiskiskipstjóraprófið, var sjúkur er það byrjaði. Var hann því prófaður á eftir hinum liinn 6. þ. m. Var það Gísli Vil- hjálmsson frá Brekku í Mjóafirði og hlaut hann aðaleinkunina .................. 68 stig* L ÍR f Pétur Sigurðsson, skipstjóri. Vélskipið »Hans« frá Stykkishólmi, er t Pétur heitinn stýrði, lá við hafnarbakkann í Reykjavík kvöldið, sem hann síðasla sinni gekk í land og upp í bæinn. Það var í háskammdeginu í vetur. Sást hann síðast undir miðnætti, fara úr kaffihúsinu Uppsölum út í niðdimma nóttina, og hefir ekki sést síðan. Þykja mestar líkur til að hann hafi á leiðinni til skips gengið fram af hafnarbakkanum og druknað þar. Má og vel vera að honum hafi skrikað fótur, með því að svellbólstrar munu sumstaðar hafa legið fram af bakkabrún. Um þetta verður annars að eins farið getum, því að »fált segir af einum«. Fráfall hans með þessum hætti má kalla sviplegt og óvænt. Marga þrautina hafði hann sigrað á sjó, einatt í mikilli tvísýnu, enda var hann talinn með beztu sjómönn- um, hafði stundað sjómensku frá barn- æsku, fyrst á opnum bátum, og síðan á þilskipum; varð skipstjóri fyrst 1895 og lengst af frá því til dauðadags. Hann var gæddur þessum höfuðeinkennum góðs sjó- manns: Ivjarki, gætni og lagni. — Aldrei hlektist honum á öll sín skipstjórnar- ár, og aldrei misti hann af sér mann, þólt í krappan dans kæmist liann stundum, er einatt verður á sæ, svo sem í mannskaða- veðrinu mikla í april 1906. Það er og í minnum haft, er hann eitt sinn sigldi einn síns liðs litlum opnum bát úr Flatey í ljúfum byr og ætlaði til Stykkishólms. En á leiðinni gerðist vindur afarhvass og þver- stæður. Varð þá að hleypa undan, en skammdegisnótt fór að. Þurfti þá á öllu að halda, til að verjast svæsnum ágjöfum og eins þvi, að lenda ekki út úr ílóanum til hafs. Svo lauk þó þeirri svaðilför, að siðari hluta nætur lenti Pétur, að vísu þrekaður, en heilu og höldnu bát sinum við skip, er lá á Ólafsvíkurhöfn. Póstferðir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.