Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 8

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 8
fjöllum til Grænuhlíðar, norðanvert við niitt Djúp. Héldust þessar frosthörkur látlaust til 21. jan.; varð frostið þá frek 30 stig á C„ en að morgni þess 22. þ. m. dalt frostharkan niður jafnskyndilega og hún kom. Kl. 7 um morguninn voru 21 stig á C., kl. 8 voru 12 stig, kl. 9 8 stig og kl. 112 stig. Sýnir þessi stórfelda breyting ljóslega hvað eyjaloftslag er breytilegt. Siðan hefir oltið á ýmsu um tíðarfarið, hvað frostið snertir, frostlítið annan daginn en alt að 20 stiga frosli á (i. suma dagana, en oftast logn eða kyrt veður. Loks 15. febr. rak ísinn héðan af Skut- ulsfirði, en laust eftir mánaðamótin jan. og febr. var ísafjarðardjúp skipgengt inn að Hnífsdal. Ekki þurfti hafisinn að koma neinum óvörum að þessu sinni, bæði bar veðr- áttan síðastliðið haust þess ljós merki, að ís væri í nánd, og svo sögðu selveiða- menn, er veiðar stunduðu norður í ís- hafi, að ís væri meiri i höfunum kring um ísland en verið hefði um 20 síðustu ár. Mætti án efa fá greinilegar bendingar um hafísárin með fastri athugun þeirra er veiðar stunda í Norður-íshafinu og einnig með rannsókn skriðjökla hér á landi, því eflaust hefir hafísinn mikil áhrif á jöklana liér. — Lægi Drang- jökull einkar vel við til slikra rannsókna, bæði vegna þess að hann liggur aliur um hafíssvæði og áhrifin á hann þvi lík- lega meiri en á aðra jökla, og svo vegna liins, að sporðar hans liggja víða við bæi eða mjög nálægt þeim og athuganirnar því auðveldari og kostnaðarminni. Þing og stjórn ætli hið fyrsta að beitast fyrir fullkomnum veðurfræðisathugunum. þann 20. jan. meðtók eg erindisbréf mitt frá stjórn Fiskifélags íslands, og þ. 23. s. m. fór eg á fyrstu ferð mina út til Bolungarvíkur. Fékk eg boðaðan þar fund í Fiskifélagsdeildinni, Þuríði Sunda- fyllir. Var fundurinn fremur fásóttur, enda hafði deildin ekkert starfað síðastl. ár. Flutti eg tölu á fundinum um fé- lagsskap og samtök sjómanna og um starfsemi Fiskifélags íslands. Á fundinum gengu inn 10 nýir félagar. Bolungarvík er áreiðanlegtframtíðarþorp, einkum með sjávarútveg, enda var hún um langan aldur stærsta veiðistöð vestanlands og sóttu menn þangað nálega af öllu land- inu. Síðari árin hefir útvegi og sjósókn þar fremur hnignað, en varla er hugs- anlegt að það verði nema í bili, þvi að- alframtíð sína hlýtur þorpið að byggja á sjónum. Það sýnist því bæði eðlilegt og nauðsynlegt að í Bolungarvík væri öfl- ugur félagsskapur sjómanna, gæti hann hrint mörgu þarflegu til framkvæmda. Átti eg tal um þetta við ýmsa er eg hitti; vikust þeir vel við og vænti eg þar því meiri starfsemi en verið hefir. Alls dvaldi eg í Bolungavík 3 daga. Á deildarfundinum bar eg fram tillögu um stofnun styrktarsjóðs sjómanna; var því vel tekið og samþykti deildin að biðja mig um uppkast til laga fyrir sjóð- inn. Hefi eg nú gert það og sent deild- arstjórninni uppkaslið. Eitt aðal-framtíðarmál Bolungarvíkur verður, að fá verulegar lendingarbætur. Öldubrjótur sá, sem þegar er bygður veitir mikið var og kemur að ómetan- legum notum sem bryggja, en hann er langt frá því að fullnægja þörfunum. — Hafði hreppsnefnd Hólshrepps forgöngu fyrir því á siðasta ári, að leita aðstoðar hafnaverkfræðings til undirbúnings bygg- íngar á nýjum öldubrjót utar i Víkinni. Með þvi vinst það fyrst og fremst, að stærra svæði fengist í vari, og hefir það ekki lilla þýðingu, þvi mikill hluti bygg- ingarinnar í Bolungarvík er fyrir utan brimbrjót þann, sem bygður hefir verið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.