Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 12

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 12
72 ÆGIR voru móttökurnar, hvar sem við komum, eins góðar og frekast var hugsanlegt, sönn »islenzk gestrisni«, alt var gert sem hægt var, svo okkur líði vel og ferðin gengi sem greiðast. Regar sjómaðurinn kemur að landi eftir að hafa verið í sjóhrakningi, þá gleymir hann fljótt þeim erfiðleikum sem hann hefir haft við að stríða, svo var það einn- ig með mig, þegar eg kom til Akureyrar, eg gleymdi fljólt þeim erfiðleikum sem eg hafði haft á ferðalaginu, við þær ágætu móttökur sem mér voru veittar þar, og sérstaklega fyrir áhuga þeim sem menn sýndu því málefni sem eg er að vinna fyrir. Hvergi hafa námsskeiðin verið eins vel undirbúin og á Akureyri nú í þetta sinn, og hafi stjórn Fiskifélagsdeilarinnar þökk fyrir, og vona eg að aðrar deildir, þar sem námskeið verða haldin geri slíkt hið sama, því það léttir svo mikið á þeim sem á að kenna, einnig notast tíminn betur sem ann- ars verður oft heldur stuttur. Námskeiðið byrjaði 30. janúar með 40 þáttakendum, en eítir fáa daga voru þeir orðnir 63. Margir af nemendunum sóttu námskeiðið að eins i þeim tilgangi að kynna sér mótora, en ekki til að gera mótorstarfið að sinu starfi. Nemendum var skift í tvær deildir við munnlegu kensl- una, en i 9 deildir við hið verklega. — Munnlega kenslan fór fram í fyrirleslrum, 2 klst. á dag í hverri deild, frá kl. 3—5 og 5 — 7. Verklega kenslun byrjaði kl. 10 og stóð vanalega yfir til kl. 2. Á nám- skeiðinu voru haldnir þrir ágætir fyrir- lestrar, 1 læknisfræðilegs efnis af hr. lækni Steingrími Matthíassyni og tveir af hr. yfirdómslögmanni Júlíusi Havsteen, sáfyrri um »slysatryggingar sjómanna« og síðari um »framfarir siglinganna og sjólögin«. Námskeiðið endaði hinn 26. marz með burtfararprófi og voru 33 sem gengu undir það, en 28 stóðust það. Prófdómendur voru skipaðir af bæjar- fógetanum á Akureyri þeir, verksmiðju- stjórarnir Óskar Siggeirsson og Steindór Jóhannsson, báðir á Akureyri, ásamt kenn- ara námskeiðsins. Neðanskráðir menn stóðust prófið: 1. Þórhallur Jónasson 18 slig 2. Jón Árnason 12 — 3. Axel Björnsson 10 — 4. Peter Edvard Em. Fagerlund... 12 — 5. Ólafur Helgi Guðmundsson ... 12 — 6. Indriði Tryggvi Hallgrímsson... 10 — 7. Björn Lúðvik Blöndal 10 — 8. Stefán Jón Valdimarsson 10 — 9. Kristinn Jóhann Helgason. ... 15 — 10. Jón Magnússon 9 — 11. Hreinn Pálsson 16 — 12. Aðalbjörn Jóhannsson 20 — 13. Jónas Jónsson 10 — 14. Friðþór Jakobsson 12 — 15. Aðalsteinn Jónsson 11 — 16. Hjörleifur Árnason ' 12 — 17. Haukur Sigurðsson 12 — 18. Stefán Jónsson 18 — 19. Július Hafliðason 12 — 20. Friðrik Kristjánsson 9 — 21. Jón Hinriksson 13 — 22. Jakob Einarsson 12 — 23. Sveinn Bergsson 14 — 24. Sigurður Ólason Sædal 11 — 25. Valmundur Guðmundsson. ... 18 — 26. Sigmundur Sæmundsson 14 — 27. Þórhallur Gunnlaugsson 16 — 28. Gunnlaugur Axel Jóhannsson... 14 — Frá Akureyri fór eg 5. apríl og kom til Reykjavikur með Sterling 16. s. m. Ól. Sveinsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.