Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 20
um sjómanni, að verjast áföllum alla
nóttina, þar til kl. 7 að morgni. Komst
hann þá á Hvalneskrók ásamt Síðuhalli,
mótorbát frá Djúpavogi og lágu þeir þar
þangað til veðrið batnaði og þeir höfðu
höggvið af sér ísinn. Hann kom hingað
um miðjan dag hinn 28. þ. m.
Vantaði þá fjórða bátinn og minsta (c.
8 smál.) og hafði siminn engar fréttir að
færa af honum. Töldu sjómenn mjög
líklegt að hann hefði farist, nema því að
eins að hann lægi við Papey. Var þá
strax simað til Djúpavogs og beðið að
senda þaðan til Papeyjar til þess að vita
hvort hann væri þar. Sendiíörin drógst
vegna þess að manngengur ís var á vogn-
um og allir bátar inni frosnir. Um kveld-
ið seint kom þó sú fregn að hann væri
ekki við Papey og hefði alls ekki þang-
að komið. Þá var sú ákvörðun tekin að
senda tvo báta út til að reyna að leita.
En þá dimdi að með snjóveðri og þótti
þá þýðingarlaust að fara á meðan snjó-
aði. En kl. 4 að morgni þess 29. þ. m.
kom bálurinn. Formaðurinn Valdimar
Sigurðsson var á leið frá Vesturhorni til
Papeyjar, er hylurinn skall á; hann var
strax svo dimmur að formaðurinn sá
ekki mennina á þilfarinu fyrir snjóbyl
og sjóroki. Reyndi hann fyrst að halda
í veðrið og leita að afdrepi við land, en
báturinn gerði ekki betur en halda sér
á sama stað. En nú var frostið svo mik-
ið, að hver dropi sem inn á þilfarið kom
fraus og varð að ís. Sá hann þá ekki
annað fært en að hleypa undan veðrinu
þegar á nóttina leið; um leið lét hann
alla mennina höggva isinn af bátnum.
Jafnframt var fleygt fyrir borð salti og
4 skippundum af íiski. Engu að síður
safnaðist svo mikill ís á bátinn, að hann
hafði ekki nema tæpt horð fyrir báru,
þar við bættist að dælan, sem vélin dældi
með, bilaði og varð ekki notuð, en hin-
ar dælurnar tvær voru svo frosnar að
þær urðu ekki notaðar. Varð því að ausa
með skjólum. Af þessu leiddi að sjór
lenti stöðugt á vélina svo hún hitaði sig
og hætti gangi. Einnig vildí það óhapp
til að sveifin, sem vélin er sett í gang
með brotnaði; mótornum varð því ekki
komið á stað. Til þess tóku hásetarnir
hve snildarlega formanninum tókst að
verja bátinn áföllum og einnig hve ró-
legur hann var, alveg eins og ekkert hefði
í skorist. Hann stóð við stjórnina sjálfur
í 36 klukkutíma samfleytt, þar til veðr-
inu slotaði, í grimdarfrosti, ofsaveðri og
snjóbyl. Pá var vélin hreínsuð og reynt
að koma henni á stað með því að snúa
hjólunum. Eftir langa mæðu tókst það
með mikilli raun, Var þá haldið til lands
og heimkynni ná eftir rúmlega þriggja
sólarhringa útiveru.
Mennirnir voru mjóg þjakaðir og
þreyttir, er heim kom, en ekki voru þeir
mikið kaldir. Hér hefir verið komið hælt
og vel fór það, að stiltur, þrekmikill og
ágætur sjómaður hafði stjórnina í þess-
ari mannraun. En á hinn bóginn dylst
það eigi, að hér hefir vantað ýmislegt,
sem að bjargráðum lýtur og Ægir hefir
þráfaldlega bent á að hver einasti bátur
ætti að hafa með sér á sjóinn, svo sem
»hárufleyg« og »drifakkeri« Pví miður
eru sjómenn enn of tómlátir, þegar um
það er að ræða að hafa allan útbúnað
sem tryggastan, en einmitt þetta þyrfti
strax að breytast til batnaðar. Það þarf
að minka um það »að horfa i hann« og
»bræða«, en koma i staðinn útbúnaður,
sem hefir í sér fólgna þessa öryggi: »Eg
er í alt búinn«.
í veðri þessu urðu fleiri bátar fyrir
þungri raun bæði af Djúpavogi og Fá-
skrúðsfirði. Einn mótorbátur fórst frá
Fáskrúðsfirði og annar af Djúpavogi, ó-
vátrygðir, en mönnum varð bjargað af