Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 16
76 ÆGIR amtmanns, fékst að eins eitt af minni gufuskipunum sem lágu á höfninni i Vardö til að fara og gera björgunartilraunir. Þótt ekki væri búist við að hinn nýi bátur gæti veilt neina hjálp var hann þó látinn vita um ástandið í Havningberg, brá skipsljóri strax við, seglbjó björgunar- bát sinn og sigldi þangað. Það sýndi sig brátt, að gufuskipið gat enga hjálp veilt hinum bágstöddu skipum, þar sem það í sliku veðri og sjó naum- asl gat siglt rúmsjó, því síður að vænta mætti aö það gæti stýrt milli brotsjóa í Havningbergshöfn. Pað var því einróma álit allra er á gufuskipinu voru, að ekkert væri annað að gera, en snúa aftur til Vardö. Þegar þangað var komið var símað til Havningberg um hina árangurslausu til- raun gufuskipsins, og hvort nokkuð hefði sést til björgunarbátsins, og svarað var strax með eftirfylgjandi skeyti: »Björgunarskútan hefir nú náð 20 mönn- um frá skipinu á höfninni, þar á meðal skipstjórafrú Hansen, og er með þá á leið til Vardö. Gufuskip getur ekkert gert hér. en björgunarskútan er beðin að koma aft- ur, þar sem fleiri skip beiðast hjálpar«. Þelta atvik sýndi ekki að eins að þeir sem héldu fram björgunarskútu í stað gufuskips, höfðu á réttu að standa, heldur einnig að skipstjórinn á björgunarskútunni lir. N. M. Anthonisen var rélt valinn mað- ur á réttan slað. Lík dæmi og þetta eru mörg i þessari bók, en slarfsemi björgunarbátanna styrkist bezt með eftirfjdgjandi tölum. Þannig er frá 1893 til 1904 bjargað 1417 mönnum sem hefðu drukknað ef björgun- arskip hefði ekki verið til, og dregnir að landi 8725 bátar sem allir hefðu orðið fj'rir meiri eða minni lirakningum og sum- ir jafnvel farist. Þess utan er ótalin sú hjálp sem björg- unarskúturnar hafa veitt bygðarlögunum í sjúkdómstilfellum og slysum. Útgjöld öll til björgunarbátanna hefir numið 665,408,00 krónum og hefir þá björgun hvers mannslífs kostað að eins 469,00 kr. og eru þó hér að eins taldir þeir menn sem fyrirsjáanlega voru í lífs- háaka staddir. í Danmörku ei bjargað á árinu 1873 911 mönnum með björgunarbátum og 1182 mönnum með björgunarpílum. En frá 1873 tll 1913 var bjargað með bátum 5700 manns og með björgunarpílu 3447 manns og með bátum og pílu sameiginlega 83 mönnum. Björgnn skipbrotsmanna á Bretlandi og írlandi. Það er kunnugt, að kringum Bret- landseyjar er mjög þokusamt og fult af skerjum, rifjum og grynningum. Þegar þess er gætt hversu mikill skipafjöldi fer um þessar leiðir, er það ekki að undra þótt mörg skipbrot verði þar. Vegna þess hve margir höfðu látið líf og góss við Bretlandsstrendur, tóku menn litlu tyrir 1800 að hafa björgunar- báta á nokkrum stöðum við strendurnar. Fyrst þannig að notaðar voru slöngvi- vélar, til þess að kasta bjarglinum aí landi og á skip, og því næst voru nokkrir björgunarbátar settir með fram ströndinni litlu eftir 1800. Ekkert allsherjarskipulag var samt á þessum bjargráðum. Sir. Wiliam Hill- ary frá Mön var fyrstur til að gangast fj'rir þessu. Hann sendi út ávarp til allr- ar alþýðu um það, hversu afarnauðsyn- legt það væri að búa sem bezt öll björg- unartæki og koma almennu og föstu skipulagi á bjargráð skipbrotsmanna. Þelta var árið 1823. Hinn 12. febr. 1824 var haldinn í London almennur lundur og þar var á-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.