Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 14
74 ÆGI R fyrst árið 1852 komst björgunarmálið sem sérstök stofnun undir umsjón innanríkis- skrifstofunnar, og varð því nú að fullu borgið, sem sjá má af því, að árið 1858 voru komnar 24 björgunarstöðvar bæði á Jóllandsströndinni og Bornhólmi. Einmitt um þelta leyti var þessi stofn- un svo lieppin, að því lil stuðnings skip- uðu sér ágætismenn; einkum sýndu for- menn og skipshöfn björgunarbátanna und- ursamlegan dugnað við starf sitt. Eftir nokkur ár var stofnun þessi látin heyra undir landbúnaðarskrifstofuna og seinna komst hún undir eftirlit og umráð ílotamálaskrifstofunnar, og fyrst eftir það má segja að komist hafi sönn regla, eftir- lit og umbætur á stofnun þessa, eins og sjá má, og nú eru í Danmörku 59 full- komnar nýtízku björgunarstöðvar, þar af 8 bátastöðvar eingöngu og 15 pílustöðvar. Pess utan 11 stöðvar, sem mannaðar eru af einni aðalstöð í Jótlandi, fyrir utan ýmsar minni stöðvar. Jafnframt stjórnar- nefnd hefir stofnunin í sinni þjónustu: 1 forstjóra, 2 aðstoðarmenn, 56 umsjónar- menn, 43 bátaformenn og 554 háseta og björgunarmenn. Allir björgunarbátarnir era þannig út- búnir, að þeir geta ekki sokkið og ausa sig sjálfir, smíðaðir af skipasmið Frorup (dönskum skipasmið). Er fyrirmj'nd þess- ara báta mest notuð í Svíþjóð, Portúgal og að miklu í Englandi. Það hefir sýnt sig þráfaldlega, að bátar þessir þola, þótt brotsjór falli yfir þá, og ausa þeir sig sjálf- ir á örstuttum tíma. Ýmsar breytingar liefir téður skipasmið- ur gert á bátunum á seinni árum. Pannig eru sumir þeirra nú útbúnir með kjöl- festukössum, svo að þeir þoli betur segl. Til þess að tryggja það að þessir bátar geti aldrei sokkið eru þeir búnir flothylkj- um bæði utanborðs og innan. Vanaleg skipshöfn þessara báta eru 12 menn, þó eru á seinni árum bygðir nokkrir stærri bátar með 14 mönnum á og útbúnir með fallkjöl; er þeim einkum ætlað að sinna björgun á rúmsævi. Enn fremur eru allir þessir bátar þann- ig útbúnir, að aka má þeim langar leiðir á landi, og má spenna hesta fyrir akfæri þessi, eins og hvern annan vagn. Þegar ekki er hægt að koma bátum við, er björgunarpílan notuð eingöngu til að ná sambandi við skipið, og síðar björg- unarstólinn. Lánast oft að bjarga heilli skipshöfn á þennan hátt, en ekki má fjar- lægðin frá landi í skipið vera mun meiri en 100 m. Pá eiga Danir björgunarskip við ýmsar hafnir, fyrir utan 2 minni gufuskip, sem tilheyra flotanum (Marinen), og eingöngu dvelja við vesturströnd Jótlands skipum til hjálpar í hvívetna. Norcgur. Eg er einmitt svo heppinn að eiga rit um stofnun þessa félags í Noregi og starf- semi þess að árinu 1904 meðtöldu. Par sem ekki ólíkt hagar til hjá okkur og þar, bjóst eg við að mönnam mundi þykja fróðlegt að heyra, hvernig frændur vorir komu björgunarfélagi á fót hjá sér og hve ánægðir þeir eru yfir starfsemi sinni, sem liefir afstýrt hjá þeim svo miklu tjóni og veilt þeim svo margar ánægju- stundir. Einn hinn fyrsti, sem kom þessu félagi á stofn í Noregi, var læknirinn Oscar Tybring. Ahugi hans fyrir þessu máli vaknaði hjá honum árið 1882. Hafði þá um hausl- ið strandaði skip að næturlagi þar sem hann var staddur, án þess nokkur hefði orðið þess var um nóttina, en um morg- uninn lá skipið í fjörunni, og enginn mað- ur sást, hvorki lífs eða liðinn. Fékk hann í fylgd með sér ýmsa málsmetandi menn,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.