Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 9
ÆGIR 89 greiddur af, verið 90 þús. tonnum minni eða meir en heliningi minni heldur en árið á undan og 122 þús. tonnum minni heldur en árið 1914 eða litlu meir en þriðjungur af innflutningi það ár. Lækkunin á innflutningnum 1917 kemur fram í öllum vöru- tollsflokkunum, en mest munar samt um lækkunina á kolum og salti, sem nemur alls rúmlega 70 þús. tonnum. Af gömlu tollvörunum hefir innflutningurinn aftur á móti verið nál. 1 250 tonnum meiri 1917 heldur en árið á undan. Þessi mikla hækkun stafar frá sykrinum, því að innflulningur á honum hefir hækkað um rúml. 1 400 tonn. Innflutningur á kaffi hefir líka vaxið um meir en 100 tonn, en innflutningur á flestum öðrum tollvörum hefir minkað og sumum þeirra allmikið. Þess ber að gæta, að vörutollurinn greiðist jafnt af umbúðum varanna sem af vörunum sjálfum, og eru því umbúðirnar meðtaldar í þyngd vörutollsvaranna. Gömlu tollvörurnar eru aftur á móti tollaðar án umbúða og táknar þyngdin þar því einungis sjálfar vörurnar umbúðalausar. Útfluttar sjávarafurðir 1917. Úr skilagreinum sýslumanna og bæjarfógeta fyrir útflutningsgjaldi af sjávarafurð- um hefir verið dregið yfirlit yfir útflutning á þessum vörum síðastliðið ár, og birtist hér niðurstaðan: Af saltfiski og hertum fiski var árið 1912 flutt út 12 643 050 kg. Er það miklu minna heldur en undanfarin ár, er útflutningurinn hefir verið yfir 20 000 000 kg (1916: 21 450 000 kg, 1915: 23 690 000 kg, 1914: 21 332 000 kg). — Af hálfuerkuðam fiski hefir útflutningurinn líka verið miklu minni en undanfarið, 1430 050 stykki (1916: 3 258 000, 1915: 2 128 000). Af sild voru fluttar út 89 654 tunnur. Er það ekki nema 28 °/o af síldarútflutn- ingnum árið á undan, enda hefir síldarútflutningur aldrei verið jafn lítill síðan 1904. Siðustu árin hefir hann verið þessi: 1913... 217 þús. tunnur 1914... 277 — — 1915... 388 — — 1916... 317 — — 1917... 90 — — Við þennan samanburð er aðgætandi, að vegna liins afarháa verðs á tunnum munu þær yfirleitt hafa verið fyltar meira af síld síðustu árin heldur en áður. Áður var meðalþyngd á sildartunnu (afpakkaðri) talin 88 kg, en nú mun það komið upp yfir 90 kg og jafnvel alt upp í 100 kg. Af síldarútflutningnum árið 1917 kemur á Eyjafjarðarsýslu og Akureyri 76 þús. tunnur, á Pingeyjarsýslu 10 þús. tunnur og á ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað 2 þús. tunnur. Af heilagfiski var flutt út 3 000 kg árið 1917 (1916: 13 þús. kg, 1915: 21 þús. kg). — Af laxi hefir ekkert verið flutt út árið 1917. Af sundmaga var árið 1917 flult út 19 950 kg. Er það litlu meira en árið á und-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.