Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 16
96 ÆGIR landsins án þess, að gætt sé ákvæða þessarar reglugerðar, eru að veði fyrir sektunum. 6. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem almenn lög- reglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari fyrir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. 7. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar i stað. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni sem hlut eiga að máli. í stjórnarráði íslands II. júni 1918. Sigurður cSónsson. Oddur Hermannsson. ■Rellur og leiðbeiningar um sölu og utflutning á óþurkuðnm saltfiski. (Tilkynning nr. I frá Útfiutningsnefndinni). 1. gr. Samkvæmt samningi á milli stjórna Bandamanna og islensku stjórnarinnar er skylt, að bjóða fulltrúa Bandamanna hér i Reykjavik allar islenzkar afurðir til kaups, jafnóðum og þær eru tilbúnar til útilutnings, að því leyti sem þær eigi verða notaðar i landinu sjálfu. ÖIl sala fer fram gegnum landsstjórnina, og annast útflutningsnefndin allar framkvæmdir á henni, samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins, dags. 4. þ. m. og enn- fremur reglugerð stjórnarráðsins dagsettri í dag. 2. gr. Samkvæmt samningum ber að afhenda fiskinn á þessum höfnum: Reykjavik, ísaflrði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. En fulltrúi Bandamanna hefir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.