Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 24
104 ÆGIR yilðarhátfö Siglujjarðar. Annan í hvitasunnu, mánudaginn 20. mai, var Siglufjarðarkauptún 100 ára, svo sem áður hefir verið skýrt frá í Frétt- um. Bæjarbúar héldu þann dag hátið mikla í þessa minningu. Kl. 7 að morgni kváðu við fallbyssu- skot mörg og þegar á eftir tók lúðra- ílokkur Akureyrar að leika ýms lög. Kl. 9 hófst skrúðganga fjölda hvit- klæddra harna, héldu þau á hvitum fán- um og var á þá letrað »1818 20. mai 1918«. Þau staðnæmdust kringum ræðu- pall prýddan, er stóð niðri á eyrinni, steig þá Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá, for- stöðukona barnaskólans, á pallinn, og hélt inngangsræðu hátiðarinnar, Eftir það hófust ýmsar iþróttasýningar. Voru þar veitt þrenn verðlaun fyrir hlaup fullorðinna um 150 stikur, var sá fljótasti 19 sek., hlaup drengja um 100 stikur, sá fljótasti 17 sek., hindrunarhlaup full- orðinna um 100 stikur, 19 sek., hindr- unarhlaup drengja um 70 stikur, 12 sek., þá var og kappróður nokkurra báta og voru þar einnig veitt verðlaun. Rl. 11 hófst guðsþjónusta i kirkjunni og messaði síra Bjarni Þorsteinsson. Kl. 12 gekk nefnd manna upp i nýja kirkjugarðinn og lét kranza á leiði þeirra Guðmundar Einarssonar vei-zlunarstjóra, Guðmundar Guðmundssonar kaupmanns og Hafliða Guðmundssonar hreppstjóra, en sira Tómas Bjarnason frá Barði hélt stutta ræðu í garðinum. Kl. 4V* fór sama nefnd upp í gamla kirkjugarðinn og setti kranza á leiði Snorra Pálssonar alþingismanns, Jóhanns Jónssonar hreppstjóra og C. J. Grönvold’s verzlunarstjóra, en síra Tómas hélt aftur stutta ræðu. Þá hófst skrúðganga frá gamla kirkju- garðinum og suður á eyrina að ræðu- pallinum og gengu þar ýms félög fylktu liði, en söngflokkur mikill söng lofsöng- inn »Ó, guð vors lands«, og síðan nýtt hátiðarkvæði eftir sira Matthias Jochums- son, en lagið hafði síra Bjarni Þorsteins- son samið, Nú steig síra Bjarni í ræðustólinn og liélt aðal-hátíðarræðuna, var hún bæði löng og fróðleg, var þar farið yfir alla sögu kaupstaðarins um þau 100 ár er hann liefir staðið. Þá söng söngflokkur- inn nýtt kvæði eftir Pál J. Árdal, og var einnig nýtt lag við það eftir sira Bjarna. Þá talaði Sigurður Kristjánsson kaup- maður fyrir minni íslands, en kvæði var sungið, er ort hafði Hulda skáldkona. Enn hélt Guðmundur Tómasson læknir ræðu fyrir minni hinnar ungu kynslóðar og síra Bjarni Þorsteinsson, sem var líflð og sálin í hátíðarhaldi þessu, og voru enn sungin ný kvæði ort fyrir tækifærið. Nú var slegið upp danzi og spilaði lúðraflokkurinn fyrir, stóð danzinn fram á næsta dag. Veður var hið hezta allan daginn og varð hátíðin því mjög skemtileg. Skeyti bárust hátíðinni úr öllum átt- um. Þar á meðal fjölda mörg frá Noregi. Þá sendi Stjórnarráð íslands skeyti, al- þingisforsetar, bæjarstjórn Reykjavikur og margir fleiri. En tilkjmning kom um, að Alþingi hefði samþykt lög um bæjar- stjórn fyrir Siglufjörð. (Fréttir). Fœreyskir seudimeuu. Færeyingar þeir 5, er siðast komu með »Botniu« og voru hingað sendir til samninga við stjórnina, voru þessir: Edward Mortensen, yfirréttarmálafærslumaður, Poul Niclasen, prentari, Rasmus Niclasen, kaup- maður, Johan H. Poulsen, kennari, og H. C.W. Tórgard, byggingameistari. Prentsmiðjan Guteuberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.